Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 103
103
hyggju í samtímanum og tengslum hennar við sjálfsmyndir. Eins og Jacob
J. Climo og Maria G. Cattell benda á hefur reynst erfitt að skilgreina
nákvæmlega hvað hugtakið felur í sér og að ýmis önnur hugtök eru notuð
til að vísa til svipaðs eða sama fyrirbæris (til dæmis popular memory, collective
memory, historical memory, cultural memory).9 Mannfræðingar sem fjalla um
félagslegt minni hafa til dæmis nýtt sér hugtakið popular memory10 og nálg-
unin hér er sérstaklega undir áhrifum frá þeirri túlkun. Ýmsir eru þeirrar
skoðunar að rannsóknir á minni hafi í raun alltaf verið stundaðar innan
mannfræðinnar, þrátt fyrir að hafa ekki verið flokkaðar sem minnisrann-
sóknir, en rannsóknir mannfræðinnar á minni hafa fyrst og fremst verið
á sameiginlegu minni en rannsóknir á persónulegu minni hafa þó átt sér
stað undir hatti lífssögurannsókna.11 Jafnframt hefur verið bent á að hug-
takið minni sé áhugavert fyrir mannfræðinga vegna þess að það felur í sér
ákveðna leið til að skilja endurframleiðslu á félagslegum ferlum sem hefur
mannfræðinni lengi verið hugleikin, ekki síst vegna skyldleika við önnur
hugtök sem eru mikilvæg greininni eins og menning og sjálfsmynd.12
Fræðimenn hafa lagt áherslu á að félagslegt minni snýst ávallt um
tengsl fortíðar og nútíðar þar sem fortíðin hefur virka nánd í nútímanum
og er sem slík pólitískt mikilvæg.13 Þannig má líta á félagslegt minni sem
mótað af félagslegum, efnahagslegum og pólitískum aðstæðum. Jafnframt
skapar félagslegt minni túlkunarramma sem hjálpar til við að gera reynslu
samtímans skiljanlega.14 Félagslegt minni færist á milli kynslóða, ekki
eingöngu með textum og í munnlegum samskiptum heldur einnig með
9 Jacob J. Climo og Maria G. Cattell, „Introduction: Meaning in Social Memory and
History: Anthropological Perspectives“, Social Memory and History: Anthropological
Perspectives, ritstj. Jacob J. Climo og Maria G. Cattell, New York: Altamira Press,
2002, bls. 1–36.
10 Andrea Smith, „Heteroglossia, ‚Common Sense‘, and Social Memory“, American
Ethnologist 31(2)/2004, bls. 251–269.
11 Geoffrey White, „Epilogue: Memory Moments“, Ethos 34(2)/2006, bls. 325–341,
hér bls. 328.
12 David Berliner, „The Abuses of Memory: Reflections on the Memory Boom in
Anthropology“, Anthropological Quarterly 78(1)/2005, bls. 183–197, hér bls. 203.
13 Popular memory group, „Popular Memory: Theory, Politics, Methods“, Making
Histories: Studies in History Writing and Politics, ritstj. Richard Johnson, Gregor
McLennan, Bill Schwarz, og David Sutton, Minneapolis: University of Minnesota
Press, 1982, bls. 205–252, hér bls. 211; Climo og Cattell, „Introduction: Meaning
in Social Memory and History: Anthropological Perspectives“, bls. 4.
14 Popular memory group, „Popular Memory: Theory, Politics, Methods“, bls. 244;
Climo og Cattell, „Introduction: Meaning in Social Memory and History: An-
thropological Perspectives“, bls. 4.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA