Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 106
106
gagnrýnd, bæði af fræðimönnum og öðrum, og sú almenna fordæming á
kynþáttafordómum sem skaðlegum og óréttmætum kallaði eftir alþjóð-
legri viðurkenningu á formlegu jafnrétti einstaklinga óháð litarafti eða
uppruna.23 Kynþáttafordómar eða kynþáttahyggja hafa þó ekki horfið af
sjónarsviðinu og virðist sú trú að hægt sé að flokka einstaklinga vísindalega
í ólíka kynþætti vera lífseig sem og fordómar henni tengdir. Fræðimenn
hafa jafnframt lagt áherslu á nýjar birtingarmyndir kynþáttahyggju þar
sem kynþáttafordómar byggja á tilvísun í hugtök eins og ,menning‘ og
,trúarbrögð‘ frekar en líffræðilegan uppruna.24 Þó má undirstrika að kyn-
þáttafordómar byggðu aldrei á vel afmörkuðum líffræðilegum tilvísunum
einum saman heldur hafa þeir ávallt falið í sér líffræðilegar, menningar-
legar og jafnvel félagslegar skírskotanir. Kynþáttahyggja var því samofin
kynjaðri sýn á karla og konur og í gagnkvæmu samspili við hugmyndir um
verkalýðinn, vændiskonur, glæpamenn, samkynhneigða og aðra sem á ein-
hvern hátt voru á jaðri 19. aldar samfélags á Vesturlöndum.25
Hugtakið ,fjölmenning‘ hefur hlotið almenna útbreiðslu síðustu ára-
tugi, sem vísun í fjölbreytilegan uppruna einstaklinga innan ákveðinna
þjóðríkja, og er í sumum löndum að stórum hluta bundin við sögu fólks-
flutninga í samhengi nýlendutengsla.26 Hugtakið sem slíkt er þannig
mikil vægt til að draga fram að þjóðríkin séu samansett af einstaklingum
af ólíkum uppruna. Eins og gagnrýnt hefur verið er þó undirliggjandi sú
forsenda að þessi fjölbreytileiki sé nýr, þ.e. að þjóðmenning sé ósögulegt
heildstætt fyrirbæri sem nýlega hafi tekið á móti hópum innflytjenda sem
skapa landslag fjölmenningar.27 Staðhæfingar sem komið hafa fram síðasta
áratug eða svo þess efnis að fjölmenning hafi mistekist má tengja við þenn-
23 Kimberlé William Crenshaw, „Race, Reform and Retrenchment“, Theories of Race
and Racism: A Reader, ritstj. Les Back og John Solomos, London: Routledge, 2000,
bls. 549–560, hér bls. 552–553.
24 Til dæmis Eduardo Bonilla-Silva, Racism without Racists: Color-blind Racism and
the Persistence of Racial Inequality in the United States, Lanham, MD: Rowman and
Littlefield Publishers, 2006.
25 Anne McClintock, „The Angel of Progress: Pitfalls of the term ‚Post Colonialism‘“,
Social Text 32/1992, bls. 84–98.
26 Sandra Ponzanesi, „Feminist Theory and Multiculturalism“, Feminist Theory,
1/2007, bls. 91–103.
27 Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „Cultivating Culture? Images of
Iceland, Globalization and Multicultural society“, Images of the North: Histories –
Identities – Ideas, ritstj. Sverrir Jakobsson, Amsterdam: Rodopi, 2009, bls. 201–216,
hér bls. 214.
KRistÍn LoFtsdóttiR