Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 109
109
útgáfu bókar sinnar Systema Naturae, sem gefin var út árið 1758, og skipti
mannkyni í fjóra hópa eftir húðlit og geðslagi.39 Hugmyndin um að til væru
aðskildir kynþættir hafði á síðari hluta 19. aldar fengið hugmyndafræðilegt
forræði í Evrópu og Norður-Ameríku sem almenn og vísindaleg, þ.e. sem
náttúruleg leið til að útskýra fjölbreytileika mannkyns og var einn þátt-
ur heimsvalda- og nýlendustefnu, samofin hugmyndum um nútímann,
þjóðríkið og ríkisvaldið.40 Umræða um Norðurlöndin sem undanskilin
nýlenduhyggju breiðir einnig yfir viðhorf til Sama á Norðurlöndunum og
meðferðina á þeim sem einkennist sögulega af undirokun og kynþáttafor-
dómum.41
Sögulegur og menningarlegur bakgrunnur bókarinnar
Vísurnar um Negrastrákana voru upprunnar í Bandaríkjunum en endur-
útgefnar mörgum sinnum í ólíkum bókum, annaðhvort sem sjálfstæð rit
eða sem hluti af kvæðasöfnum fyrir börn. Taka má nokkur dæmi um útgáfu
þeirra í Evrópu og á Norðurlöndunum. Í Hollandi voru vísurnar birtar
árið 1919 og jafnvel fyrr.42 Í Danmörku hef ég fundið útgáfu frá 1922 í
Børnenes Billedbog, en þar hafa vísurnar einnig verið gefnar út sem söngvar,
á plötum og geisladiskum. Í Finnlandi voru vísurnar birtar sem hluti af
kvæðasafninu Kotoa ja kaukaa: valikoima runosatuja lapsille (Að heiman og
í burtu: Úrval ævintýra fyrir börn) árið 1946 og sem hluti af öðru slíku
safni, Hupaisa Laskukirja (Fyndin talnabók), sem var gefið út á fimmta
áratugnum. Í sjálfstæðri bók voru vísurnar mögulega fyrst birtar á sjöunda
áratugnum.43 Í Noregi hef ég ekki fundið eldri útgáfu en frá 1970 í vísna-
safni frá Alfred Kønner undir heitinu Barnas rim- og reglebok.44 Vísurnar
39 Eugenia Shanklin, Anthropology and Race: The Explanations of Differences, California:
Wadsworth Publishing, 1994.
40 Leith Mullings, „Interrogating Racism: Toward an Antiracist Anthropology“, The
Annual Review of Anthropology 1/2005, bls. 667–693, hér bls. 672; Zygmunt Bau-
man, „Modernity, Racism, Extermination“, Theories of Race and Racism: A Reader,
ritstj. Les Back and John Solomos, London: Routledge, 2000, bls. 212–228.
41 Anna Heith, „Aesthetics and Ethnicity: The Role of Boundaries in Sámi and
Tornedalian Art“, Whiteness and Postcolonialism in the Nordic Region: Exceptionalism,
Migrant Others and National Identities, bls. 159–173.
42 Jan Nederveen Pietersen, White on Black: Images of Africa and Blacks in Western
Popular Culture, bls. 168.
43 Ég fékk aðstoð frá Jarkko Päivärinta við Tampere-háskóla í Finnlandi og frá Önnu
Rastas við sama háskóla við að finna þessar bækur og kann þeim kærar þakkir.
44 Ég vil þakka Sigrúnu Hjálmarsdóttur fyrir þessar upplýsingar.
ENDURÚTGÁFA NEGRASTRÁKANNA