Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 110
110
urðu enn þekktari alþjóðlega þegar þær voru notaðar sem meginstoð flétt-
unnar í sakamálasögu eftir breska rithöfundinn Agöthu Christie (Ten Little
Niggers, 1939), sem einnig hefur verið kvikmynduð.
Hér á landi voru vísurnar fyrst gefnar út árið 1922. Listamaðurinn
Muggur gerði myndir við þær eins og fyrr var sagt og vísurnar þýddi
mágur hans, Gunnar Egilson. Muggur var fæddur árið 1891 á Íslandi en
flutti árið 1903 með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar. Hann ferðaðist
víða um veröldina og kannski þess vegna finnst höfundi ævisögu Muggs,
frá 1986, nauðsynlegt að undirstrika uppruna Muggs í íslenskri bænda-
menningu með þeim orðum að „húsfrúin og dæturnar gangi í íslenskum
búningi og bókmenntirnar séu mestan part íslensk rit“.45 Muggur vann að
myndskreytingunum fyrir vísurnar ásamt öðrum verkum í Noregi sumarið
1916. Myndirnar draga dám af þeim staðalmyndum af svörtu fólki sem þá
voru algengar í Bandaríkjunum og víðar, sem áður var lýst. Muggur hafði
dvalið um skamma hríð í New York árið áður þar sem hann hefur mögu-
lega orðið var við þessar staðalmyndir.46 Kaupmannahöfn var auðvitað
heimsborg á þeim tíma og voru ýmiss konar sýningar á fólki frá fjarlægum
slóðum sérlega vinsælar í Tívolí, eins og víða annars staðar í Evrópu. Þar
var þessum margbreytilega hópi, sem átti oftast fátt annað sameiginlegt
en að vera undir yfirráðum Evrópulanda, stillt upp sem vanþróuðum eða
villimönnum.47 Það þurfti þó ekki að fara út fyrir landsteinana til að finna
kynþáttafordóma á þeim tíma sem Muggur var uppi, þá mátti sjá hér og
hvar í íslensku samhengi, bæði í námsbókum og tímaritum eins og Skírni.48
Í bókinni Landafræði handa börnum og unglingum eftir Karl Finnbogason
frá árinu 1913 segir til dæmis: „Engin menningarþjóð sem nokkuð kveður
að er Negrakyns og illa þrífast ríki undir stjórn Negra. Enda lúta þeir flest-
ir Evrópumönnum.“49
45 Björn Th. Björnsson, Muggur: Guðmundur Thorsteinsson, Reykjavík: Lögberg,
1986.
46 Poul Uttenreitter, Guðmundur Thorsteinsson, Kaupmannahöfn: Henrik Kobbels
Forlag, 1930.
47 Kristín Loftsdóttir „Colonialism at the Margins: Politics of Difference in Europe
as seen through two Icelandic Crises“, Identities: Global Studies in Culture and Power
19/2012, bls. 597–615.
48 Kristín Loftsdóttir, „„Pure manliness“: The Colonial Project and Africa’s Image
in 19th Century Iceland“, Identities: Global Studies in Culture and Power, 16/2009,
bls. 271–293; Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið: Afríka í Skírni á 19. öld“,
Skírnir 178/2009, bls. 119–151.
49 Karl Finnbogason, Landafræði handa börnum og unglingum, Reykjavík: Bókaverslun
G. Gamalíelssonar, 1913.
KRistÍn LoFtsdóttiR