Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 116
116
líklegast til að auka á jákvæðan hátt á „fjölbreytni menningar okkar“.68
Hér leggur viðkomandi áherslu á fjölbreytni sem jákvæða en gengur út frá
kynþáttum sem endurspeglun á raunverulegum fjölbreytileika mannkyns.
Annað stef sem oft skarast við það hvernig kynþáttafordómar eru
aðskildir frá bókinni eru staðhæfingar eða vangaveltur um að ásakanir
um kynþáttafordóma séu á einhvern hátt uppspretta slíkra fordóma eins
og má sjá í þessari bloggfærslu: „Mér finnst með þessari umræðu um
,Negrastrákana‘ verið að ala á enn meiri fordómum, allavega viðhalda
þeim.“69 Hér virðist litið svo á að umræðan um kynþáttafordóma skapi
kynþáttafordóma. Þessari sýn hélt Egill Helgason fram á bloggsíðu sinni
og má meðal annars lesa úr athugasemdum eins manns í samhengi við
umræðuna „þeir sem sjá klám eru dónar sjálfir“ og í tengslum við sig og
son sinn: „Við tókum satt að segja ekki eftir því að neitt væri að bókinni.
Vorum heldur ekki að leita af því.“70 Svipaðar skoðanir mátti þó einnig sjá
á öðrum bloggsíðum og í viðtölum, til dæmis: „Ég hef stundum á tilfinn-
ingunni að það sé svolítið við fullorðna fólkið sem erum svolítið að búa
okkur til þessi vandamál með stereotýpur eins og Barbiedúkkur og allt
þetta.“ Í eftirfarandi bloggfærslu má sjá þetta álit að uppsprettu fordóma sé
að finna í hugum einstaklinga: „Og mitt álit er í rauninni að fordómarnir
gegn ýmsu séu mest í höfðinu á manni sjálfum [...] Ég get bara brosað að
þessari umræðu allri.“71 Aðrir leggja áherslu á að fordómar hverfi með því
að hætta að hugsa um þá eins og sjá má á einni bloggfærslu: „En erum við
ekki bara farin að hanga of mikið í samtímanum á þessari, þessum, þessum
ímyndum. Þú veist, við erum farin að meta einhvern veginn allt út frá kyni,
kynferði, hvort menn eru hommar eða [...] gagnkynhneigðir, hvort fólk
er konur eða kallar, hvort að fólk er hérna svart og hvítt. Ég meina erum
við ekki bara, þú veist, eigum við ekki bara að fara að hætta að hugsa um
þetta.“72
Það er nokkuð áhugavert í slíkum athugasemdum að þeir sem tjá sig
virðast líta svo á að kynþáttafordómar séu vandamál annarra, svo lengi
sem þeir sjálfir vita að þeir eru ekki haldnir fordómum þá skiptir ekki
68 Freyr, „Racismi, kvenfyrirliting og mannsal ...“, 26. október 2007, sótt 7. nóvember
2007 af http://freyrholm.blog.is/freyrholm/entry/348199/.
69 Ásta, „Samkynhneigðir/negrastrákar“, 25. október 2007, sótt 8. nóvember 2007 af
http://astaz.blog.is/blog/astaz/entry/348001/.
70 Egill Helgason, „Stuð fyrir bókabrennur“.
71 Ásthildur, „Ævintýri og æsingur“, 30. október 2007, sótt 8. nóvember 2007 af
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil.
72 Egill Helgason, Silfur Egils (sjónvarpsþáttur), RÚV, 28. október 2007.
KRistÍn LoFtsdóttiR