Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 120
120
áherslu á að málið snerti raunverulega einstaklinga og braut að sama skapi
upp landamæri þess að vera ,svartur‘ og vera Íslendingur. Þó má velta fyrir
sér hvort færslan hafi verið svona vinsæl vegna þess að hún staðsetur vís-
urnar innan sögu bandarískra fordóma og ógnar þannig kannski ekki þeirri
sýn að kynþáttafordómar séu á einhvern hátt ó-íslenskir.
Einnig má benda á meðal þeirra sem gagnrýndu endurútgáfu bókar-
innar og þeirra sem gerðu það ekki varð vinsælt að umsnúa vísunum og
bókinni í heild á margvíslegan hátt. Sumir reyndu að sýna fram á fordóm-
ana í vísunum með því að snúa þeim yfir á aðra jaðarhópa eins og samkyn-
hneigða, á meðan aðrir notuðu umsnúning til að sýna fram á hið gagn-
stæða, þ.e. halda því fram að enginn mundi segja neitt ef vísurnar væru til
dæmis um hvíta drengi.
Jafnframt komu út þrjár bækur þar sem form vísnanna var notað til
að koma annars konar þjóðfélagslegri gagnrýni á framfæri. Óttar M.
Norðfjörð gaf út bókina „Tíu litlir bankastrákar“ sem ádeilurit á hina
svokölluðu íslensku útrásarvíkinga en þeir voru látnir týna tölunni hver
á eftir öðrum.84 Guðrún Jónína Magnúsdóttir skrifaði bókina „Tíu litlir
sveitastrákar“ sem gagnrýni á stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum.85
Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn gáfu einnig út bókina „Tíu litlir kenja-
krakkar“, þar sem hópur barna kemur sér í vandræði, hvert af öðru, þrátt
fyrir að allt fari vel að lokum. Markmið höfundanna virðist hafa verið að
sýna fjölbreyttan hóp íslenskra barna en í viðtali við Sigrúnu sagðist hún
hafa viljað koma með „jákvætt innlegg“.86
Leifar nýlendutímans og nútíminn
Þær raddir sem verja endurútgáfu bókarinnar um negrastrákana eiga það
margar sameiginlegt að þær leitast við að aðskilja kynþáttafordóma frá
íslenskri sögu og sjálfsvitund og eru hugmyndir um einangrun Íslendinga
frá umheiminum undirliggjandi. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að
munað er eftir sögu landsins á ákveðinn hátt sem og tengslum við umheim-
inn, þar sem gagnrýni á bókina virðist ógna sýn á fortíð og sögu Íslands.
Sumir tengja bókina við góðar bernskuminningar sem enn frekar styrkir
84 Óttar M. Norðfjörð, Tíu litlir bankastrákar, Reykjavík: Sögur útgáfa, 2008.
85 Kristín Heiða Kristinsdóttir „Tíu litlir sveitastrákar basla í búskapnum“, Morgun-
blaðið, 15. desember, 2007, bls. 31.
86 „Jákvætt innlegg“, mbl.is, 16. nóvember 2007, sótt 2. janúar 2013 af http://www.
mbl.is/greinasafn/grein/1175770/.
KRistÍn LoFtsdóttiR