Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 125
125
Ef til vill hafa lesendur aldrei heyrt Arons sögu Hjörleifssonar nefnda. Hennar
er sjaldan getið og fáir fræðimenn hafa fengist við hana. Breski bókmennta-
fræðingurinn W. P. Ker, sem manna best hefur lýst fagurfræðilegu gildi
fornsagna í bók sinni Epic and Romance, taldi hana þó ekki síðri en t.d.
Eyrbyggja sögu.1 Arons saga er ævisaga einnar af hetjum 13. aldar. Samkvæmt
sögunni var Aron á ungum aldri fylgdarmaður Eyjólfs Kárssonar í Flatey
og mikill stuðningsmaður Guðmundar biskups Arasonar í deilum hans
við höfðingja, einkum Sturlunga. Gerði Sturla Sighvatsson Aron útlægan.
Hann varð seinna hirðmaður Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs –
raunar baðhússtjóri hans – og lést í Noregi 1255. Arons saga er talin í hópi
veraldlegra samtíðarsagna og sú eina þeirra sem ekki var tekin með í aðra
hvora gerð Sturlungu, Króksfjarðarbók eða Reykjarfjarðarbók. Í þessari
grein verður rætt um sambandið milli heimilda um ævi Arons og minn-
ingar, mýtur og sagnaminni sem saga hans gæti verið reist á.
Ekki er unnt að nálgast minningar frá miðöldum – hvort sem þær
byggjast á einkaminni (e. private memory) eða sameiginlegu minni (e. collec-
tive memory eða shared memory) – nema í rituðum heimildum. Það þarf því
fyrst að átta sig á aldri og varðveislu þessara texta áður en unnt er að fjalla
um að hversu miklu leyti þeir gætu hafa byggst á minni og minningum.
Í öðru lagi þarf að gera sér grein fyrir á hvern hátt þeir urðu til, hvernig
þeir dreifðust, hvernig þeirra var notið og áhrifum þeirra í samfélaginu. Í
þriðja lagi þarf að átta sig á skriftarkunnáttu á ritunartímanum til að meta
1 W. P. Ker, Epic and Romance: Essays on Medieval Literature, New York: Dover, 1957
[1896], bls. 256–257.
Úlfar bragason
Arons saga
Minningar, mýtur og sagnaminni
Ritið 1/2013, bls. 125–145