Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 126
126
hvað var skrifað niður og af hverjum.2 Hér gefst þó ekki tóm til að gera
öllu þessu rækileg skil.
Raunar hefur skiptingin á milli einkaminnis og sameiginlegra minninga
verið gagnrýnd. Hún sé í besta falli afstæð. Auk þess sé ekki unnt að segja
að sumar minningar séu huglægar en aðrar hlutlægar.3 Allar minningar
séu bundnar ásetningi. Spurningin sé því hvað mönnum þótti minnisstætt
og frásagnarvert á hverjum tíma.4 Bandaríski sagnfræðingurinn Hayden
White telur að betra sé að tala um almennar eða samfélagslegar minn-
ingar (e. communal memory) en sameiginlegar (e. collective memory). Skiptir
hann samfélagslegum minningum í tvo flokka – annars vegar eru arfteknar
minningar eins og munnmæli (e. traditionalized memory), goðsagnir falli
þar undir, og hins vegar heimfærðar minningar (e. rationalized memory)
eins og skrifaðar ættartölur, annálar og frásagnir.5
Minnið var lagt að jöfnu við vit og vilja á miðöldum.6 Líklega liggur sú
hugsun að baki orðum höfundar í svokölluðum „Sturlunguformála“ þegar
hann segir um Sturlu sagnaritara: „Ok treystum vér honum bæði vel til vits
ok einurðar at segja frá, því at hann vissa ek alvitrastan ok hófsamastan.“7
En því miður hefur lítið verið kannað hvers konar hugmyndir Íslendingar
höfðu á miðöldum um minnið.8
2 Sjá Rosamond McKitterick, History and Memory in the Carolingian World, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 2004, bls. 5.
3 James Fentress og Chris Wickham, Social Memory, Oxford: Blackwell, 1992, bls. 7;
sjá ennfremur Paul Ricoeur, Memory, History, Forgetting, þýð. Kathleen Blamey og
David Pellauer, Chicago: The University of Chicago Press, 2004, bls. 93–132.
4 Patrick J. Geary, Phantoms of Remembrance: Memory and Oblivion at the End of the
First Millennium, Princeton: Princeton University Press, 1994, bls. 9–16; sjá enn-
fremur Chris Given-Wilson, Chronicles: The Writing of History in Medieval England,
London: Hambledon & London, 2004, bls. 60–61.
5 Hayden White, „Catastrophe, Communal Memory and Mythic Discourse: The
Uses of Myth in the Reconstruction of Society“, í Myth and Memory in the Construc-
tion of Community (Series Multiple Europes 9), ritstj. Bo Stråth, Bruxelles: Peter
Lang, 2000, bls. 53.
6 Sjá Jacques Le Goff, History and Memory, þýð. Steven Rendall og Elizabeth Cla-
man, New York: Columbia University Press, 1992, bls. 68–80; Patrick J. Geary,
Phantoms of Remembrance, bls. 16–19.
7 Sturlunga saga, útg. Jón Jóhannesson o.fl., Reykjavík: Sturlunguútgáfan, 1946, 1.
b., bls. 115.
8 Sjá þó Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum: Rannsókn bók-
menntahefðar (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, rit 33), Reykjavík: Stofnun
Árna Magnússonar, 1988, bls. 109–112, 194–208, 228–230; Ásdís Egilsdóttir,
„From orality to literacy: Remembering the past and the present in Jóns saga
helga“, í Reykholt som makt- og lærdomssenter i den islandske og nordiske kontekst,
ÚLFaR bRaGason