Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 127
127
Ritaðar heimildir um Aron Hjörleifsson
Ævi Arons Hjörleifssonar vakti áhuga margra á 13. og 14. öld og margir
vildu fjalla um hana. Fyrir utan Arons sögu er sagt frá honum í Íslendinga
sögu Sturlu Þórðarsonar (d. 1284) og Þorgils sögu skarða. Ólafur hvítaskáld
(d. 1259), bróðir Sturlu sagnaritara, orti um Aron og einnig hafa varðveist
vísur eftir Þormóð Ólafsson (á lífi 1338) um hann. Þá er fjallað um Aron
í Guðmundar sögu biskups, svokallaðri elstu sögu.9 Hugsanlega var einnig
sagt frá Aroni í Þórðar sögu kakala en líklega er aðeins hluti hennar varð-
veittur í Sturlungusamsteypunni.10
Skemmst er frá því að segja að varðveisla þessara vísna og sagna er erfitt
rannsóknarefni út af fyrir sig – ekki síst Arons sögu sjálfrar. En því miður
hefur varðveislu Arons sögu verið fremur lítið sinnt síðan textafræðingurinn
Guðbrandur Vigfússon gaf söguna út, fyrst sem viðauka við Guðmundar
sögu biskups hina elstu í Kaupmannahöfn árið 1858 og síðar sem viðauka
við Sturlungu í Oxford 1878. Síðari útgáfur sögunnar byggjast á texta
Guðbrands. Arons saga var ekki til í heilu líki þegar Guðbrandur gaf hana
út, heldur setti hann texta hennar saman eftir nokkrum handritum frá
ólíkum tímum.11
Við slaka varðveislu Arons sögu bætist að þeir fræðimenn, sem hafa
fengist við hana, eru alls ekki sammála um aldur hennar enda við fátt að
styðjast. Guðbrandur Vigfússon taldi söguna ekki yngri en frá 1270 eða
frá svipuðum tíma og flestir álíta Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar.12 En
ritstj. Else Mundal (Snorrastofa, rit 3), Reykholt: Snorrastofa, 2006, bls. 215–228;
sbr. Mary Carruthers, The Book of Memory: A Study of Memory in Medieval Culture,
Cambridge: Cambridge University Press, 1990, bls. 189–220; Janet Coleman,
Ancient and Medieval Memories: Studies in the Reconstruction of the Past, Cambridge:
Cambridge University Press, 1992, bls. 274–324.
9 Skv. Stefáni Karlssyni textafræðingi gæti svokölluð Guðmundar saga hin elsta verið sú
þriðja elsta, sjá Stefán Karlsson, „Guðmundar sögur biskups: Authorial Viewpoints
and Methods“, í Stafkrókar: Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugs
afmæli hans 2. desember 1998, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson (Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi, rit 49), Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2000, bls.
158.
10 Úlfar Bragason, „Um samsetningu Þórðar sögu kakala“, Sagnaþing helgað Jónasi
Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994, 2 b., ritstj. Gísli Sigurðsson o.fl., Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1994, bls. 815–822.
11 Jón Jóhannesson, „Um Sturlunga sögu“, Sturlunga saga, 2.b., Reykjavík: Sturl-
unguútgáfan, 1946, bls. xlix.
12 Guðbrandur Vigfússon, „Formáli“, Biskupa sögur, útg. Jón Sigurðsson o.fl., Kaup-
mannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1858, 1. b., bls. lxvii.
aRons saGa