Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 132
132
Á síðustu áratugum hafa skoðanir breyst hvað varðar Íslendingasögur
og flestir sem um þær fjalla nú líta svo á að þær byggist bæði á munn-
legri geymd og séu að vissu marki höfundaverk.37 Hins vegar hefur fátt
nýtt verið skrifað um heimildir samtíðarsagna.38 Ef til vill má rekja það
til gagnrýnna viðhorfa sagnfræðinga til minninga og munnlegrar sögu
en samtíðarsögur hafa einkum verið viðfangsefni þeirra.39 Jesse L. Byock
lagði það þó til að samtíðarsögur rétt eins og Íslendingasögur byggðust á
frásagnareiningum sem hefðu átt uppruna sinn í munnlegum frásögnum.
Það hefði þó ekki þurft að leggja þær á minnið því að þær hefðu endur-
speglað hefndamynstrið í samfélaginu sjálfu (e. societal normative code).40
En jafnvel þótt sögurnar byggi á reynslu þá má ekki gleyma því að þær
lúta frásagnarlögmálum sem ekki eru í beinu sambandi við ytri veruleika
heldur hluti af tungumálinu.41
Theodore M. Andersson hefur í nýlegri grein notað samtíðarsögur
til að endurvekja þá gömlu skoðun að fornsögur hafi verið til í heilu líki í
munnlegri geymd.42 Rök hans eru þó ekki sannfærandi og miklu líklegra,
eins og Carol J. Clover benti á, að munnlegar frásagnir hafi tengst inn-
byrðis í huga áheyrenda í eins konar innri eða huglægri sögu (e. immanent
saga), þ.e. að menn hafi skoðað frásagnarþætti sem hluta af stærri heild –
t.d. ævi Arons – án þess að þeir væru allir raktir í einni frásögn.43
37 Sjá Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um
aðferð (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, rit 56), Reykjavík, Stofnun Árna
Magnússonar, 2002, bls. 18–50; Tommy Danielsson, Hrafnkels saga eller Fallet med
den undflyende traditionen, Hedemora: Gidlunds, 2002, bls. 231–277.
38 Sjá Gunnar Karlsson, Inngangur að miðöldum: Handbók í íslenskri miðaldasögu,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007, 1. b., bls. 188–206; sbr. þó Carol J. Clover,
„Icelandic Family Sagas“, Old Norse-Icelandic Literature: A Critical Guide, ritstj.
Carol J. Clover og John Lindow (Islandica, 45), Ithaca: Cornell University Press,
1985, bls. 254–256; Preben Meulengracht Sørensen, „Den norrøne litteratur og
virkeligheden“, Collegium Medievale 2/1989, bls. 135–146.
39 Sjá Kerwin Lee Klein, From History to Theory, Berkeley: University of California
Press, 2011, bls. 112–137.
40 Jesse L. Byock, Feud in the Icelandic Saga, Berkeley: University of California Press,
1982, bls. 5–10.
41 Úlfar Bragason, Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar
miklu, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010, bls. 31–32; sbr. Joan Scott, „Evidence of
Experience“, Practicing History: New Directions in Historical Writing after the Lin guistic
Turn, ritstj. Gabrielle M. Spiegel, New York: Routledge, 2005, bls. 202–204.
42 Theodore M. Andersson, „The Long Prose Form in Medieval Iceland“, JEGP
101/2000, bls. 380–411.
43 Carol J. Clover, „The Long Prose Form“; sjá ennfremur Gísli Sigurðsson, Túlkun
Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar, bls. 47–48; Ulf Palmenfelt, „Narrative and
ÚLFaR bRaGason