Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 133
133
Minningar um Aron
Þar sem Arons saga er nú talin frá fyrri hluta 14. aldar er varla unnt að gera
ráð fyrir að hún byggist beinlínis á frásögn sjónar- eða heyrnarvotta eins og
Íslendinga saga að nokkru leyti, eftir því sem segir í formála Sturlungu. Hins
vegar hefur höfundurinn mögulega haft „vísindi af fróðum mönnum“, því
að hún mun rituð um 70–100 árum eftir að meginviðburðir hennar eiga að
hafa gerst,44 „en sumt eftir bréfum þeim, er þeir rituðu, er þeim váru sam-
tíða, er sögurnar eru frá [I: 115]“ svipað og Sturla Þórðarson – ef eitthvað
er að treysta sögunni.
Þótt höfundur Arons sögu hafi ef til vill þekkt af bókum ættartölur og
frásagnir um atburði á fyrri hluta 13. aldar (e. rationalized memory), sem
vísað er til í framhjáhlaupi eða eru bakgrunnur atburðafrásagnar hans,
liggja líklega munnmæli að baki texta sögunnar (e. oral-derived text).45 Eins
og áður sagði gæti þó hafa verið bréfað til sögunnar. Bókmenntarýnirinn
Walter Benjamin sagði: „Minni er undirstaða hæfileikans að segja frá.
Aðeins með víðfeðmu minni er annars vegar unnt að rita um rás atburða
og hins vegar, með því að koma sögunni í umferð, semja sátt við vald dauð-
ans.“46 Saga Arons er til af því einhverjir lögðu hana á minnið og björg-
uðu minningunni um hann frá gleymsku. Spurningarnar verða þá hverjir
minntust Arons og af hverju og hvernig almennar minningar, sem texti
sögunnar sækir efni í, völdust.47
Belief: Contemporary Life Histories and the Grand Narrative of the Vikings“, í
News from Other Worlds: Studies in Nordic Folklore, Mythology and Culture In Honor
of John F. Lindow (Wildcat Canyon Advanced Seminars Occasional Monographs,
1), ritstj. Merill Kaplan og Timothy R. Tangherlini, Berkeley: North Pinehurst
Press, 2012, bls. 175–196.
44 Sbr. Jacques Le Goff, History and Memory, bls. 74; Chris Given-Wilson, Chronicles,
bls. 59–60.
45 Sjá John Miles Foley, Immanent Art: From Structure to Meaning in Traditional Oral
Epic, Bloomington: Indiana University Press, 1991, bls. 38–60.
46 „Memory is the epic faculty par excellence. Only by virtue of a comprehensive
memory can epic writing absorb the course of events on the one hand and,
with the passing of these, make its peace with the power of death on the other.“
Walter Benjamin, „The Storyteller: Reflections on the Works of Nikolai Leskov“,
Il luminations: Essays and Reflections, ritstj. Hanna Arendt, þýð. Harry Zohn, New
York: Schocken Books, 1969, bls. 97.
47 Sbr. Rosamond McKitterick, History and Memory in the Carolingian World, bls.
1–8.
aRons saGa