Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 136
136
Minningar og ættartölur
Eftir því sem sagt er í Fyrstu málfræðiritgerðinni voru ættartölur með því
fyrsta sem skrifað var á íslensku. Ættrakningar og frásagnir þeim tengd-
ar eru einnig meginefnið í Landnámabók. Þar er meðal annars sagt frá
forfeðrum Vermundar mjóva og Seldæla á Vestfjörðum. Einnig er ætt
Seldæla rakin í Sturlungu en ættartölubálkur hennar hefur verið talinn
verk Sturlu Þórðarsonar að miklu leyti.58 Jónas Kristjánsson hefur haldið
fram þeirri skoðun að til hafi verið margt ættartölubóka á miðöldum.59
A.m.k. má gera sér í hugarlund að bréf þau, sem menn skrifuðu, hafi oft
haft að geyma ættartölur. Ættfræði var mikið stunduð í Evrópu á mið-
öldum, ekki síst af þeim sem meira máttu sín. Það hefur verið sagt að
fyrir tíma málaðra mannamynda og ljósmynda hafi ættartölur gegnt svip-
uðu hlutverki og myndaalbúmið nú á dögum, þær hafi vakið og varðveitt
minningar. En þær voru einnig valdatæki og veittu mönnum aðild að
heiðri látinna og lifandi ættingja.60 Ættartölur og sögur og sagnir, sem
þeim tengdust, voru þannig bæði aflvaki minninga og áttu rætur í sameig-
inlegum minningum.61
Ekki þótti þó allt frásagnarvert og hefur skilningur manna á því hvað
var sögulegt verið bundinn þeim menningarvenjum sem þeir bjuggu við.62
Frásagnarhefðin hefur þannig haft áhrif á veruleikaskynjun manna. Það
sem fólk mundi og sagði frá var félagsleg athöfn, bundið stund og stað,
sögumanni og áheyrendum hans og þeim frásagnarlögmálum sem þekkt-
58 Björn M. Ólsen, Um Sturlungu, bls. 383–385.
59 Jónas Kristjánsson, „Íslendingasögur og Sturlunga: Samanburður nokkurra ein-
kenna og efnisatriða“, Sturlustefna (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, rit 32),
ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson, Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, 1988, bls. 99–100.
60 Lesley Coote, „Prophecy, Genealogy, and History in Medieval English Political
Discourse“, Broken Lines: Genealogical Literature in Late-Medieval Britain and France
(Medieval texts and cultures of Northern Europe, 16), ritstj. Raluca L. Radulescu
og Edward Donald Kennedy, Turnhout: Brepols, 2008, bls. 28–29.
61 Sjá David Croach, The Birth of Nobility: Constructing Aristocracy in England and
France, 950–1300, Harlow: Longman, 2005, bls. 167–170.
62 Sjá Fentress og Wickham, Social Memory, bls. 162–163; Stock, „Medieval Literacy,
Linguistic Theory, and Social Organization“, bls. 17; ennfremur W. P. Ker, Epic and
Romance, bls. 266–267; R. Howard Bloch, Etymologies and Genealogies: A Literary
Anthropology of the French Middle Ages, Chicago: Chicago University Press, 1983,
bls. 93–108.
ÚLFaR bRaGason