Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 138
138
þótt Arons saga og Hrafns saga geri ráð fyrir að hetjum þeirra hafi verið
búin sæluvist annars heims.66
Frásagnarhefðin og Arons saga
Sé tekið mið af hugmyndum Haydens White um tvo flokka samfélags-
legra minninga (sjá hér að framan) er ævisagan sá rammi, sem heimfærð-
um minningum um Aron er settur í Arons sögu en þær eru a.m.k. að ein-
hverju leyti sóttar í munnlega geymd.67 Eins og í hetjuljóðum og -sögum
er ein aðalhetja sem lendir í bardögum, útlegð og/eða ferðalögum.68 Það
er unnt að skipta sögunni eftir þessu í þrennt: átökin sem Aron lendir í
sem stuðningsmaður Guðmundar Arasonar, hrakninga hans og útlegð hér
á landi eftir bardagann í Grímsey 1222 og síðan Jórsalaför hans og frama
við hirð Hákonar konungs. Þessir hlutar sögunnar fylgja hefðbundnum
frásagnarmynstrum – ófriðar- og utanferðarmynstrum – sem hafa áhrif
á frá hverju er sagt og hvernig.69 Raunar má segja að að baki þeim liggi
ákveðnar mýtur eða „frásagnir sem eiga sér sögulegt upphaf, en hafa öðl-
ast táknræna merkingu, með því að vera sagðar mann fram af manni, og
eru orðnar miðlægar í því samfélagi sem skapaði þær. Söguleg reynsla er
varðveitt í formi frásagnar og verður að munnmælum við sífellda endur-
tekningu.“70 Hér er sagt frá vörn hetjunnar, baráttu útlagans fyrir lífi sínu
og von pílagrímsins um eilífa miskunn. Oft hefur verið bent á líkindin með
frásögn Arons sögu af útlegð kempunnar í Geirþjófsfirði og útlegð Gísla
Súrssonar á sömu slóðum.71 En þessar mýtur bregða upp ímynd hins góða
66 Sjá Gabrielle M. Spiegel, „History, Historicism, and the Social Logic of the Text
in the Middle Ages“, Speculum 65/1990, bls. 80.
67 Sjá Carol J. Clover, „The Long Prose Form“, bls. 38–39; Ulf Palmenfelt, „Narra-
tive and Belief“.
68 Sbr. Walter Benjamin, „The Storyteller“, bls. 98.
69 Sjá Lars Lönnroth, Njáls saga: A Critical Introduction, Berkeley: University of Cali-
fornia Press, 1976, bls. 68–71.
70 „… stories, drawn from history, that have acquired through usage over many gen-
erations a symbolizing function that is central to cultural functioning of the society
that produces them. Historical experience is preserved in the form of narrative;
and through periodic retellings those narratives become traditionalized.“ Richard
Slotkin, The Fatal Environment: The Myth of the Frontier in the Age of Industrialization
1800–1890, New York: Atheneum, 1985, bls. 16; sjá ennfremur Hayden White,
„Catastrophe, Communal Memory and Mythic Discourse“, bls. 53–55.
71 Sjá W. P. Ker, „Gudmund Arason“, Collected Essays, ritstj. Charles Whibley, Lon-
don: Macmillan, 1925, 2. b., bls. 169–170; Peter Foote, „An Essay on the Saga of
Gísli and Its Icelandic Background“, Kreddur: Selected Studies in Early Icelandic Law
ÚLFaR bRaGason