Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 140
140
Maðr hét Hjörleifr ok var Gilsson. Kona hans hét Sigríðr og var
Hafþórsdóttir. Bæði váru þau vel ættuð. Hjörleifr var maðr sæmi-
ligr, bæði [at] vexti ok vænleik ok afli, svá at varla fekkst hans jafn-
ingi honum samtíða. …
Hjörleifr bjó fyrst í Bjarnarhöfn, en síðan í Miklaholti. Hann var
inn örlátasti maðr í búi. Skorti [hann ok] ekki fé í þann tíma. Hann
var vinsæll ok víðfrægr.
Sigríðr, kona hans, var fríð sýnum ok hög á handiðjan, ok nutu
þess margir, bæði skyldir ok óskyldir. Enn váru á því meiri orð,
hversu hógvær hon var í skaplyndi, því at svá má at kveða, at hvert
barn unni henni hugástum. (II: 237)
Aron er einnig kynntur til sögunnar:
Aron hét sonr hans inn elzti, er þessi saga gengr mest af. […] Aron
óx upp með föður sínum og móður í Miklaholti. Var hann þegar
mikill vexti á unga aldri, skýrr og skapprúðr við vini sína. Fannst þat
[á] honum, at hann var kappsamr í öllu því, er honum þótti ekki at
sínu skapi gert vera, sem síðar mun sagt verða í sögunni, en þó þat
allt sköruligt ok með hófi. (II: 237–238)
En þótt þessar kynningar séu með hefðbundnu sniði gefa þær til kynna
hvað komi á eftir í frásögninni og hvernig eigi að skilja hana. Söguhetjan
er af góðum ættum, vel að manni en heldur kappsöm.
Carol J. Clover hefur lýst sviðsetningu eins og hún kemur fyrir sem
frásagnarliður í fornsögunum.77 Sviðsetningin er sett saman úr þremur
atriðum: inngangi, sviðsettum samfundi og lokum. Aðalatriðið er samtal
í beinni eða óbeinni ræðu og fylgja því smávægilegar sviðsábendingar og
leiðbeiningar um hver talar í hvert sinn. Samtalið er svo í rammafrásögn
sem í upphafi skýrir frá hvaða sögupersónur eigi í hlut, hvenær atburð-
urinn gerist og hvar og við hvaða aðstæður. Að endingu er sagt að samtal-
inu hafi lokið, að einn eða fleiri þátttakendanna hafi farið brott, tíminn líði
eða sagt hafi verið frá samtalinu og jafnvel getið almenningsálitsins á því
sem gerðist.
Samtalið á milli Guðmundar biskups og Arons í Grímsey rétt áður
en átök manna hans og Sturlunga eiga sér stað er gott dæmi um þetta og
raunar lýsandi fyrir þann skilning sem höfundur leggur í sögu sína:
77 Richard F. Clover, „Scene in Saga Composition“.
ÚLFaR bRaGason