Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 147
147
Tengsl söguvitundar og sameiginlegra minninga eru flókin og margþætt.
Í sameiginlegum minningum felst fortíðarvitund tiltekins hóps sem kemur
sér meðvitað eða ómeðvitað saman um að deila þessum tilteknu minn-
ingum.1 Þannig verður til rammi utan um einstaklingsbundnar minningar
þeirra sem tilheyra hópnum.2 Sameiginlegar minningar skilgreina sjálfs-
myndir hópsins, hver hann sé og hvernig hann hafi orðið til.3 Minningar
hóps af þessu tagi eru hins vegar ólíkar minningum einstaklings sem eiga
sér rót í sjálfsvitund hans og hann getur, a.m.k. í einhverjum tilvikum,
ræktað með sér hjálparlaust; minningar hóps reiða sig á einhvers konar
kerfi og stofnanir til að viðhalda þeim.4 Sameiginlegar minningar geta
hins vegar ekki vaknað af sjálfu sér í hugum þeirra sem tilheyra hópn-
um; þær þarf að kenna og rækta með markvissum hætti. Í mótun sameig-
inlegra minninga eru ólíkar útgáfur af atburðum úr fortíðinni samræmdar
en breitt yfir ágreining og mismunandi sjónarhorn sem geta annars verið
1 Wulf Kansteiner, „Finding Meaning in Memory: A Methodological Critique of
Collective Memory Studies“, History and Theory 41:2/2002, bls. 179–197, hér bls.
188–189.
2 Sjá Paul Connerton, How Societies Remember, Cambridge: Cambridge University
Press, 1989, bls. 37.
3 John R. Gillis, „Memory and Identity: The History of a Relationship“, Commem-
orations. The Politics of National Identity, ritstj. John R. Gillis, Princeton: Princeton
University Press, 1996, bls. 3–24, hér bls. 7.
4 Minningar einstaklinga eru þó einnig að flestu leyti félagsleg athöfn þar sem upp-
rifjun þeirra er iðulega í samskiptum við aðra. Þannig tekur Maurice Halbwachs
sem dæmi hvernig afar og ömmur miðla eigin minningum til barnabarna sinna, sjá
Les cadres sociaux de la mémoire, París: Librairie Félix Alcan, 1925, bls. 233–234.
sverrir Jakobsson
Hin heilaga fortíð
Söguvitund og sameiginlegt minni
í handritunum Hauksbók og AM 226 fol.
Ritið 1/2013, bls. 147–164