Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 154
154
saga, Rómverja saga, Alexanders saga og Gyðinga saga.32 Þrjár síðastnefndu
sögurnar er að finna í aðalhandriti Stjórnar, AM 226 fol. Það handrit var
ritað á miðri 14. öld og er rækilegasta heimildin um mannkynssöguþekk-
ingu Íslendinga á þeim tíma þegar það er ritað. Því er vert að huga að því
hvaða efniviður var þar lagður til grundvallar.
Samkvæmt formála Stjórnar var því riti snúið á dögum Hákonar háleggs
Magnússonar (1299–1319) til að lesa fyrir hirð hans á sunnudögum og var
heimildin Heilög ritning (þ.e. Gamla testamentið) en við hana bætt úr
öðrum bókum og eru sérstaklega tilgreindar Historia scholastica eftir Petrus
Comestor (d. 1179) og Speculum historiale eftir Vincentius frá Beauvais (d.
1264).33 Bókin styðst því við mun nýlegri kennivöld (lat. auctoritates) held-
ur en Aldartala eða Veraldarsaga enda þótt grundvöllur söguvitundarinnar
hafi ekki breyst með róttækum hætti.
Sú Stjórn sem hefur varðveist í AM 226 fol. er í raun blanda þriggja rita.
Sá sem ritar formálann og nýtir sér þau lærdómsrit sem áður eru nefnd
lýkur sögu sinni í annarri Mósebók miðri (Exodus 18) og virðist ekki hafa
komist lengra.34 Framhald Mósebókanna í handritinu er mun eldri texti frá
fyrri hluta 13. aldar, sem er þýðing á þessum hluta (þ.e. Exodus 18 o.áfr.)
latnesku miðaldabiblíunnar (Vulgata).35 Hugsanlega mun sagnaritarinn
sem ritaði formálann hafa ætlað sér að endurrita þennan hluta líka með
hliðsjón af fleiri heimildum en hefur þá ekki náð að ljúka því verki. Þriðji
hlutinn er endursaminn í AM 226 fol. og er þar frábrugðinn texta eldri
Stjórnarhandrita (einkum AM 228 fol.). Sá hluti Stjórnar var einnig notað-
ur af höfundi Konungsskuggsjár og er því ritaður ekki síðar en um miðja 13.
öld. Þar er mikið vísað í Imago mundi eftir Honorius Augustodunensis (um
1070–1140) en önnur verk notuð án þess að sérstaklega sé til þeirra vísað,
32 Nafnið Stjórn var notað af Árna Magnússyni handritafræðingi en engin dæmi eru
um notkun þess fyrr en við lok 17. aldar, sjá nánar Reidar Astås, En kompilator i
arbeid. Studier i Stjórn I. Ópr. doktorsritgerð við Universitet i Oslo, 1986, bls.
17. Heitið gæti vísað til þess að bókinni væri ætlað að fá fólk til að „stjórna sér til
góðra siða“, sbr. Astås, En kompilator i arbeid, bls. 23, og hún hefði því nytsamt
hlutverk.
33 Stjórn. Gammelnorsk bibelhistorie fra verdens skabelse til det babyloniske fangenskab,
útg. Carl Rikard Unger, Christiania: Feilberg & Landmarks Forlag, 1862, bls. 1–2.
Nánar um formála Stjórnar, sjá Sverrir Tómasson, Formálar ís lenskra sagnaritara
á miðöldum. Rannsókn bókmenntahefðar, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Rit
33, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1988, bls. 353–355.
34 Sjá Stjórn, bls. 299.
35 Sjá Ian J. Kirby, Bible Translation in Old Norse. Université de Lausanne. Publications
de la Faculté des lettres, 27, Genf: Librairie Droz, 1986, bls. 56–60.
sVeRRiR JaKobsson