Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 155
155
einkum Historia scholastica. Lengi hefur verið álitið að Brandur Jónsson
ábóti og síðar biskup á Hólum (d. 1264) hafi samið þennan hluta og er
sú skoðun ennþá ríkjandi.36 Í AM 226 fol. kemur fram að Brandur hafi
þýtt Alexanders sögu og Gyðinga sögu, en sú síðarnefnda minnir að sumu
leyti á þriðja hluta Stjórnar. Gyðinga saga hefst á stuttri frásögn af afrekum
Alexanders mikla en þýðingin er að mestu leyti byggð á Makkabeabókum
Gamla testamentisins en önnur rit notuð til uppfyllingar, ekki síst Historia
scholastica.37
Alexanders saga kemur úr mjög ólíkri átt. Elsta handrit Alexanders sögu
er raunar frá 13. öld og fylgdi Örvar-Odds saga henni þá í handriti.38
Sagan er einkum byggð á Alexanderskviðu Walters frá Chatillon frá 1178,
eða meistara Galteriusar, sem iðulega er nefndur í þýðingunni. Walter
byggði á fornu sagnariti eftir Quintus Curtius Rufus, sem uppi var á 1.
öld e.Kr. og er almennt talinn óáreiðanlegastur fornaldarsagnaritara um
Alexander.39 Alexanderskviða hefur snemma borist til Norðurlanda, en í
II. bók Gesta Danorum eftir Saxo eru tvær vísanir í kvæðið.40
Þriðja sagan sem skotið var inn í Stjórnarhandritið AM 226 fol. er
Rómverja saga en hún er að stofni til mun eldri, líklega samin á 12. öld.
Á hinn bóginn er gerð hennar í Stjórnarhandritinu ólík elstu handritum
hennar og minnir um sumt á Alexanders sögu. Þorbjörg Helgadóttir telur
mögulegt að Brandur ábóti hafi haft Rómverja sögu til hliðsjónar þegar
hann setti saman hina íslensku gerð Alexanders sögu.41 Þá er í AM 226
fol. skotið inn í Rómverja sögu lýsingu á láti Caesars sem byggir á Historia
scholastica eftir Petrus Comestor. Má þannig sjá verulegt samhengi á milli
36 Sbr. Kirby, Bible Translation in Old Norse, bls. 66–69.
37 Kirsten Wolf, „Introduction“, Gyðinga saga. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
Rit 42, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1995, bls. xiii–clxvi, hér
bls. lxxxviii–c.
38 Finnur Jónsson, „Indledning“, Alexanders saga. Islandsk oversættelse ved Brandr
Jónsson (biskop til Holar 1263–64), Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1925, bls. i–xi, hér
bls. v–vi.
39 Mikið var ritað um Alexander mikla á miðöldum og margar útgáfur til af sögunni
um hann. Sjá Richard Stoneman, „Introduction“, Legends of Alexander the Great,
London: J.M. Dent, 1994, bls. vii–lxii, hér bls. ix–xiii.
40 Anker Teilgård Laugesen, Introduktion til Saxo, Kaupmannahöfn: Nordisk Forlag,
1972, bls. 25.
41 Þorbjörg Helgadóttir, Rómverja saga I. Introduction. Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum. Rit 77, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, 2010, bls. cxcvi–cxcvii.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ