Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 156
156
Rómverja sögu og hinna þriggja sagnanna sem finna má í AM 226 fol. og
var það þegar til staðar á dögum Brands Jónssonar.42
Sérstaða fyrsta hluta Stjórnar miðað við eldri hluta hennar felst í því
að notað er nýrra skýringarrit heldur en Historia scholastica, þ.e. Speculum
historiale eftir Vincentius frá Beauvais. Jafnframt er fyrsti hluti Stjórnar
mjög umfangsmikill miðað við eldri veraldarsögur. Það má líta á þann hluta
sem lokapunkt íslenskrar biblíuskýringarhefðar sem hófst með stuttum
verkum eins og Aldartölu og Veraldarsögu, en þróaðist svo mjög í verkum
Brands Jónssonar. Þessi biblíuskýringarhefð lagði áherslu á hinn bókstaf-
lega eða sögulega skilning (lat. sensus literalis/sensus historicus) sem kristnir
fræðimenn 12. og 13. aldar lögðu almennt til grundvallar öðrum skiln-
ingi, táknrænum, siðferðilegum eða upplyftandi, sem ritari Stjórnar kallar
yfirleitt einu nafni „andlegan skilning“.43 Meðal munka í Viktorsklaustri
var það grundvallaratriði að táknrænn skilningur yrði að hvíla á hinum
bókstaflega. Petrus Comestor gegndi miklu hlutverki að breiða út þetta
sjónarmið og Historia scholastica varð eitt af grundvallarritum hins sögulega
skilnings.44
Frásögn Stjórnar af sköpun heimsins er til marks um hinn bókstaflega
skilning þar sem byggingu himins og jarðar er rækilega lýst sem og skipt-
ingu jarðarinnar í álfur og lönd. Er heimslýsing Stjórnar sú rækilegasta í
norrænum fornritum.45 Hvers konar upplýsingar um náttúru heimsins og
sögu hans koma þannig fram sem eðlilegur hluti biblíuskýringar í hinum
bókstaflega skilningi. Markmið sagnaritarans er að kynnast hegðun Guðs
og lögmáli lífs hans á jörðu í gegnum söguna, fremur en að liggja yfir
óhlutstæðum skilgreiningum. Hann vill finna lærdómsrík fordæmi í for-
tíðinni og skilja vandamál samtímans í ljósi hennar.46 Mikilvægi Gamla
testamentisins fyrir kirkjusögu fólst ekki síst í því að með því varð ævi
Krists og boðskapur hluti af þróun, uppfylling spádóma. Þær kenning-
ar sem annars hefði mátt líta á sem „nýjungar“ áttu sér þannig langa og
42 Þorbjörg Helgadóttir, Rómverja saga I. Introduction, bls. cxvii–cxx.
43 Astås, En kompilator i arbeid, bls. 593.
44 Sjá nánar Beryl Smalley, The Study of the Bible in the Middle Ages, Notre Dame, Ind.:
University of Notre Dame Press, 1964, bls. 196–243.
45 Stjórn, bls. 64–100. Sbr. Rudolf Simek, Altnordische Kosmographie. Studien und
Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14.
Jahrhundert. Ergänzungsbände zum Reallexikon der Germanischen Altertums-
kunde, 4, Berlín og New York: Walter de Gruyter, 1990, bls. 249–262.
46 Sjá t.d. Marie-Dominique Chenu, La Théologie au douzième siècle. Études de
philosophie médiévale, 45, París: Vrin, 1957, bls. 71–72.
sVeRRiR JaKobsson