Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 159
159
Hin heiðna fortíð og nytsemi hennar
Eitt rit um forna veraldarsögu er ennþá ótalið þar sem það hefur þá
sérstöðu að vera ekki tekið upp í AM 226 fol. Það er Trójumanna saga.
Efni sögunnar var þó vel þekkt enda vísað til hennar í bæði Aldartölu og
Veraldarsögu, í síðarnefnda ritinu sem undanfara að sögu Rómverja. Ekki
eru hins vegar til vísbendingar um norræna gerð Trójumanna sögu fyrr en í
upphafi 14. aldar þegar Haukur Erlendsson (d. 1334), lögmaður og ridd-
ari, hafði hana með í Hauksbók.
Haukur Erlendsson starfaði lengst af í Noregi sem lögmaður í
Gulaþingslögum. Hann reis til frama í þjónustu Hákonar Magnússonar og
varð einn af helstu ráðgjöfum hans. Á sama tíma og Stjórn er tekin saman
og endurrituð við hirð Hákonar er Haukur í hópi trúnaðarmanna kon-
ungs. Í Hauksbók er hins vegar engin veraldarsaga af þessu tagi þó að ritið
innihaldi margt annað efni af svipuðum toga. Í því er t.d. ítarleg landa-
lýsing (þó mun styttri en sú sem er í Stjórn) og er hún í anda kristilegra
lærdómsrita. Þá eru í Hauksbók kristilegar heimspekiritgerðir, Um við-
ræðu líkama og sálar og Elucidarius eftir Honorius Augustodunensis.53
Meginuppistaðan í ritinu er þó sögulegt efni, um Íslandssögu, um norræna
fornaldarsögu og tvö rit um sögu erlendra þjóða, Trójumanna saga og Breta
sögur.54
Trójumanna saga er byggð á miðaldaheimildum, fyrst og fremst ritinu
De excidio Troiae sem eignað var manni að nafni Dares Phrygius og átti að
hafa verið sjónarvottur að stríðinu. Sú gerð sem varðveist hefur er hins
vegar samin á miðöldum á grundvelli Hómerskviðna. Einnig var til stutt
kvæði, rómversk endurritun á kvæði Hómers, sem nefndist Ilias latina og
þá var til hetjukvæði á frönsku, Le Roman de Troie eftir Benoit de Sainte-
Maure (d. 1173). Þessar heimildir voru hagnýttar í hinni íslensku gerð
Trójumanna sögu en einnig er þar efni sem komið er annars staðar frá, enda
sagan af falli Tróju alkunn meðal kristinna lærdómsmanna.55
Breta sögur er fyrst og fremst þýðing á ritinu Historia regum Britanniae
eftir Geoffrey frá Monmouth (d. um 1154), sem var samið nálægt vori
53 Sjá nánar Gunnar Harðarson, Littérature et spiritualité en Scandinavie médiévale, bls.
40–41.
54 Um efni og uppbyggingu Hauksbókar sjá nánar Sverrir Jakobsson, „Hauksbók and
the Construction of an Icelandic World view“, Saga-Book 31, 2007, bls. 22–38.
55 Sjá Jonna Louis-Jensen, „Introduction“, Trójumanna saga. The Dares Phrygius
Version. Editiones Arnamagnæanæ A, 9, útg. Jonna Louis-Jensen, Kaupmannahöfn:
C. A. Reitzels Boghandel A/S, 1981, bls. xi–lxx, hér bls. xxix–xliv.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ