Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 169
169
Minnismerki hafa náð þvílíkum vinsældum á síðustu áratugum að talað er
um minnismerkja-maníu, eins og kemur fram í titli samnefndrar bókar eftir
Eriku Doss: Memorial Mania: Public Feeling in America frá 2010.10 Samkvæmt
Doss má skýra minnismerkja-maníu sem þráhyggju gagnvart minni og sögu
ásamt óstjórnlegri löngun til að tjá þessa þráhyggju opinberlega og koma
henni fyrir sjónir almennings.11 Minnismerkja-maníuna setur Doss í beint
samhengi við minnissprengjuna, en segja má að kraftar minnissprengjunnar
aukist í jöfnu hlutfalli við ótta almennings um að eitthvað sé að gleymast.12
Susan Suleiman hefur bent á að heimsstyrjöldin síðari sé helsta ástæða þess að
Vesturlandabúar „veltu sér upp úr minningum“ um árþúsundamót.13 Eftir því
sem eftirlifendum stríðsins fækkar eykst „skyldan“ til að muna hina hörmu-
legu atburði. Með því að muna allt á að fylla upp í hverja eyðu gleymskunnar.
Gallinn er að sá sem gleymir engu hlýtur að festast í vítahring eigin minninga,
við það að muna allt gleymist að lokum allt annað.14 Þannig varðar minnisþrá-
hyggjan veginn til gleymskunnar. „Minnið er sífellt á vörum okkar af því það
er ekki lengur til,“15 segir Pierre Nora og vill meina að samtíma skrásetning
sögunnar hafi sópað öllu raunverulegu minni í burtu. Fortíðin býr ekki lengur
í lifandi frásögnum heldur í vöruhúsum minninganna.
Rannsóknir sýna að frá og með miðjum níunda áratug 20. aldar hafa skamm-
tíma-minnismerki orðið að fyrirbæri sem hefur, í samspili við fjölmiðla, slegið
10 Andreas Huyssen vill frekar tala um „minnisvarða-maníu“ (e. monument-mania),
(sjá Andreas Huyssen, „Monumental Seduction“, Acts of Memory: Cultural Recall in
the Present, Hanover og London: University Press, 1997, bls. 191–207). Raunar er
löng hefð fyrir því að tengja minnismerki við maníu því Frakkinn Maurice Agulhon
talaði um „styttu-maníu“ um aldamótin 1900. Árið 1889 hafði Bandaríkjamaðurinn
Washington Bee lýst sama fyrirbæri sem „minnisvarða-sótt“ (e. monument fever),
sjá Erika Doss, Memorial Mania: Public Feeling in America, Chicago og London:
The University of Chicago Press, 2010, bls. 20–22.
11 Sjá Erika Doss, Memorial Mania, bls. 2.
12 Ef til vill mætti allt eins tala um „tímasprengju“, enda stendur minni óhjákvæmilega
í órofa tengslum við tíma. Þannig hefur Andreas Huyssen talað um að minnis-
sprengjan sé „árás fortíðarinnar á alla aðra tíma“ og þar með talið sjálfa sig. Sjá
innlegg Huyssens „The Crisis of Success: What is next in Memory Studies“, í „Dis-
persal and redemption: The future Dynamics of Memory Sudies – A Roundtable“,
Memory Studies 2/2012, bls. 226–228, hér bls. 228.
13 Susan Suleiman, „Reflections on Memory at the Millenium“, Comparative Litera-
ture 3/1999, bls. v–xiii, hér bls. v.
14 Hér mætti benda á efni smásögunnar „Sá minnugi Funes“ eftir Jorge Luis Bor-
ges. Funes getur engu gleymt og verður að lokum fórnarlamb eigin aðstæðna:
„Í ofhlaðinni veröld Funesar var ekkert að finna nema smáatriði, og nærri samvaxin
öll.“ Jorge Luis Borges, „Sá minnugu Funes“, Blekspegillinn: Sögur, þýð. Sigfús
Bjartmarsson, Reykjavík: Mál og menning, 1990, bls. 61–71, hér bls. 70.
15 Pierre Nora, „General Introduction: Between Memory and History“, Realms of
Memory: Rethinking the French Past, New York: Columbia University Press, 1996,
bls. 1–20, hér bls. 1.
EYRNAMÖRK GLEYMSKUNNAR