Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 171
171
og bréf þar sem hinir látnu er ávarpaðir.21 „Íslenskar konur gráta þig, Díana,“
stóð á einu kortinu við breska sendiráðið á Íslandi árið 1997.22
Eyðumörk
Líta má á minnismerki sem texta sem leiddir eru af eða leiða af sér texta,
sviðsetningu og frásagnir. Kúnstugt dæmi um þetta má finna í frásögnum um
minnismerki sem reist var til að minnast veru breskra hermanna við Eyjafjörð.
Minnismerkið stendur við Moldhaugnaháls, „25 punda reykskothylki sem
var komið fyrir á stálfæti af fallbyssunefi og sett á steinsteypta súlu“.23 Þegar
saga þessa minnismerkis er skoðuð kemur í ljós að árið 1942 „ákváðu nokkr-
ir liðsforingjar [úr breska hernum] að reisa minnisvarða um þjónustu sína
á Íslandi“, áður en þeir héldu úr landi.24 Á minnisvarðann var síðan festur
skjöldur með nöfnum 26 liðsforingja sem verið höfðu við störf í Eyjafirði.
Fljótlega virðist hins vegar hafa orðið til í munnmælum sagan um „slysið mikla
á Moldhaugnahálsi“. Jón Hjaltason sagnfræðingur, sem kom ásamt öðrum að
enduruppsetningu þessa minnismerkis árið 1998, segir í grein í tímaritinu
Súlum:
Þegar ég leyfði mér að efast um slysið mikla á Moldhaugnahálsi brugð-
ust ýmsir Hörgdælingar argir við, sumir jafnvel reiðir og kváðu mig fara með
tóma dellu. Þeir myndu slysið eins og það hefði gerst í gær. Bresku hermenn-
irnir hefðu lokað veginum þennan örlagaríka dag og reynt að halda fólki í
burtu en fljótlega komst í hámæli hvað hafði gerst. Herflutningabíll hafði farið
út af og margir hermenn látið lífið.25
Engar heimildir eru til, aðrar en munnlegar, um slysið á Moldhaugnahálsi
en samkvæmt sömu munnmælum mátti á skildi minnisvarðans finna nöfn
þeirra sem létust. Á meðal þeirra sem fengu nöfn sín skráð á skjöldinn eru
liðsforingjar sem Jón Hjaltason komst sjálfur í samband við. Þeir könnuðust
eins og gefur að skilja ekki við að vera látnir, né þekktu söguna um „slysið
mikla“. Þetta tiltekna dæmi sýnir, þó með öfgakenndum hætti sé, samspil
minnismerkja og frásagna. Raunar má þó segja að tengsl minnismerkja og
munnlegrar geymdar séu yfirleitt á hinn veginn. Saga sem lifað hefur í munn-
21 Jack Santino, „Between Commemoration and Social Activism: Spontaneous Shri-
nes, Grassroots Memorialization, and the Public Ritualesque in Derry“, Grassroots
Memorials, bls. 97–107.
22 Sjá frétt í DV 1. september 2001, „Fjöldi Íslendinga samhryggist Bretum: Hörku-
kona sem brotnaði aldrei“, bls. 2.
23 Sjá „Sendibréf frá A.D. Andrews“, í Jón Hjaltason, „Minnismerkið á Moldhaugna-
hálsi“, Súlur: Norðlenskt tímarit 39/1999, bls. 118–124. Sendibréf Andrews er á bls.
122–124.
24 Sama rit.
25 Jón Hjaltason, „Minnismerkið á Moldhaugnahálsi“, bls. 119. Sjálfur var ég staddur
í Eyjafirði á vormánuðum 2012 í tengslum við rannsóknir á minnismerkjum og
fékk að heyra fleiri en eina sögu af minnismerkinu um „slysið mikla“.
EYRNAMÖRK GLEYMSKUNNAR