Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 183
183
„Ég er full af reiði. Reiði yfir því hvernig komið hefur verið fram við mig
sem einstakling innan heimspekinnar, reiði yfir því hvernig komið hefur
verið fram við fleiri sem ég þekki og reiði yfir þeim aðstæðum sem ég veit
að hafa áhrif á margar konur og einstaklinga úr minnihlutahópum innan
heimspekinnar og sem hafa valdið því að mörg fleiri hafa farið.“1 Þetta
mælti Sally Haslanger, prófessor í heimspeki við Massachusetts Institute
of Technology, í fyrirlestri sem hún flutti á ársþingi samtaka bandarískra
heimspekinga árið 2007. Tilefnið var lágt hlutfall kvenna í heimspeki í
Bandaríkjunum og víðar, sem hefur verið talsvert til umræðu á undan-
förnum árum. Meðan konum hefur fjölgað verulega í flestum vísinda- og
fræðigreinum undanfarna áratugi og þær eru komnar í meirihluta í flestum
greinum hugvísinda sker heimspekin sig úr. Nú er svo komið að hlutfall
kvenna er lægra í heimspeki en í nokkurri annarri hugvísindagrein, jafnt á
Íslandi sem í öðrum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.
Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef náð að afla mér hafa sex íslensk-
ar konur lokið doktorsprófi í heimspeki en um 30 karlar, sem þýðir að tæp
17% íslenskra heimspekidoktora eru konur. Sé miðað við síðasta áratug-
inn eru konurnar um 30%, en þær tölur sem það er byggt á (10 manna
úrtak) eru reyndar afskaplega lágar. Ein kona gegnir fastri kennslustöðu
við námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands.
Til samanburðar getum við til dæmis litið til enskumælandi landa og
Norðurlandanna. Hlutfall kvenna í fullu starfi við breskar heimspekideild-
ir er 18%, umtalsvert lægra en hlutfallið við sagnfræðideildir, 32%, og við
sálfræðideildir, 39%. Ástandið í Bandaríkjunum virðist svipað með 22%
1 Sally Haslanger, „Changing the Ideology and Culture of Philosophy: Not by
Reason (Alone)“, Hypatia 2/2008, bls. 210–223.
eyja Margrét brynjarsdóttir
Er heimspekin kvenfjandsamleg?
Ritið 1/2013, bls. 183–205