Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 184
184
hlutfall kvenna við þær átta heimspekideildir sem töldust bestar samkvæmt
hinu áhrifamikla „Philosophical Gourmet Report“. Hlutfall kvenna meðal
þeirra sem luku doktorsprófi í heimspeki í Bandaríkjunum árið 2009 var
29,6% og við ástralskar heimspekideildir var hlutfall kvenna í föstu starfi
23% árið 2008.2 Svo dæmi séu tekin frá Norðurlöndunum er hlutfall
kvenna meðal styrkþega í doktorsnámi í heimspeki í Noregi 26% og við
Kaupmannahafnarháskóla er aðeins ein kona meðal fastráðinna kennara í
heimspeki.3
Samkvæmt tölum frá 2009 um hlutfall kvenna meðal þeirra sem útskrif-
ast með doktorspróf í Bandaríkjunum er hlutfallið lægra í heimspeki en
í flestum öðrum greinum. Þær greinar eða svið sem lenda fyrir neðan
heimspekina eru flestar undirgreinar eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði,
tölvunarfræði, skógfræði, búvísindi, tónsmíðar og fáeinir undirgeirar fjár-
málafræði og sagnfræði. Allar aðrar greinar hafa sem sagt hærra hlutfall
kvenna en heimspekin, til dæmis hver einasta grein innan menntavísinda,
heilbrigðisvísinda og félagsvísinda og langflestar greinar lífvísinda og hug-
vísinda.4
Í ljósi talnanna liggur beint við að velta fyrir sér ástæðunum. Eins og
fram kemur í tilvitnuninni í Haslanger telur hún, ásamt fleirum, að konur
hafi verið beittar órétti í heimspeki. Jafnframt telja hún og fleiri að konum
hafi þótt heimspekin svo fráhrindandi að þær hafi upp til hópa sniðgeng-
ið hana. Markmiðið hér er að skoða mögulegar ástæður þess að konur
sækja síður í heimspeki en aðrar hugvísindagreinar. Er heimspekin kannski
kvenfjandsamleg?5 Í þessari grein leita ég svara við þeirri spurningu og
2 Kieran Healy, „Percentage of Ph.Ds awarded in the U.S. to Women in 2009“,
2011. Birt hér: http://www.kieranhealy.org/blog/archives/2011/02/04/gender-
divides-in-philosophy-and-other-disciplines/ og Eliza Goddard o.fl., „Improving
the Participation of Women in the Philosophy Profession. Executive Summary
May 2008“, Australasian Association of Philosophy, http://aap.org.au/Resources/
Documents/resources/IPWPP_ExecutiveSummary.pdf.
3 Sjá Cathrine Felix, „Hvor er kvinnene i norsk filosofi?“, Salongen 24. nóvember
2010 og upplýsingar á heimasíðu námsbrautar í heimspeki við Kaupmannahafn-
arháskóla, http://philosophy.ku.dk/staff.
4 Kieran Healy, „Percentage of Ph.Ds awarded in the U.S. to Women in 2009“.
5 Rétt er að vekja athygli á því að lágt hlutfall kvenna er ekki eina lýðfræðilega
vandamál heimspekinnar. Það heyrir kannski ekki til tíðinda í hinu einsleita íslenska
samfélagi að heimspekingarnir séu allir hvítir á hörund og af norrænum uppruna
en víða um lönd er hlutfall t.d. svartra og Asíubúa lægra í heimspeki en í mörgum
öðrum greinum. Heimspekingar eru upp til hópa hvítir, ófatlaðir karlar. Hvort
hlutfall samkynhneigðra, tvíkynhneigðra eða transfólks er annað í heimspeki en
á öðrum sviðum hef ég ekki kynnt mér en sjálfsagt er að benda á til umhugsunar,
eyJa MaRGRét bRynJaRsdóttiR