Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 185
185
skoða líka mismunandi leiðir til að skilja hana, enda blasir ekkert endilega
við hvað það merkir að segja að heimspekin sé kvenfjandsamleg.6
Mismunandi gerðir kvenfjandsemi
Ef við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum fjarveru kvenna úr heim-
speki liggur beint við að nefna þætti eins og að mikill meirihluti lesefnisins
í heimspekinámi sé skrifaður af körlum, að konurnar skorti kvenkyns fyrir-
myndir og að þær hafi ekki jafn greiðan aðgang og karlar að handleiðslu
þeirra sem reyndari eru í faginu, og svo auðvitað hið augljósa: fordómar
gagnvart konum sem reyna að hasla sér völl í fræðaheiminum. Einnig
má nefna hluti eins og hina ríku tilhneigingu til að gera lítið úr því þegar
konur segja að þeim þyki þær lítilsvirtar á einn eða annan hátt, settar í
óþægilega aðstöðu eða beittar einhvers konar misrétti. Það er alþekkt að
slíkum umkvörtunarefnum kvenna sé mætt með ásökunum um að þær séu
nú bara allt of viðkvæmar, ef ekki ímyndunarveikar, og konur læra sjálfar
snemma að gera sem minnst úr öllu slíku og að vantreysta eigin mati á því
hvenær þeim sé misboðið.7
Öll ofangreind atriði hafa einnig átt við um ýmsar aðrar greinar þar
sem fjölgun kvenna hefur samt sem áður verið mun hraðari en í heimspeki.
Vissulega má ætla að það gæti verið konum sem hugleiða heimspekinám
hvatning að hafa aðgang að meira lesefni eftir konur, að konur séu sýnileg-
ar í heimspekisögunni, að hafa kvenkyns fyrirmyndir meðal kennara eða
fyrst upplýsingarnar liggja fyrir, að allir þeir sem gegna föstum stöðum í heimspeki
við háskóla á Íslandi þegar þetta er skrifað falla undir það sem við getum kallað
dæmigert gagnkynhneigt fjölskyldufólk. Í þessari grein er einblínt á stöðu kvenna
en að sjálfsögðu tel ég líka fulla ástæðu til að skoða stöðu annarra minnihlutahópa
í heimspeki. Þess má vænta að einhverjar þeirra skýringa á fjarveru kvenna sem
reifaðar eru hér geti líka átt við um ýmsa aðra, en í sumum tilfellum má ætla að
annarra og sértækari skýringa sé þörf.
6 Markmið greinarinnar er að leita skýringa á ákveðnu ástandi, það er fjarveru kvenna
úr stétt heimspekinga. Af því tilefni eru ýmis atriði skoðuð sem með einum eða
öðrum hætti eru einkennandi fyrir heimspeki. Það að einhver þáttur sé einkennandi
getur merkt að hann sé ríkjandi eða bara að hann sé nógu algengur til að hafa þau
áhrif sem hér eru til umfjöllunar. Ekkert sem hér er sagt um einkenni heimspek-
innar ber að skilja sem alhæfingu um afstöðu allra heimspekinga eða sem svo að
það gildi um öll svið og anga heimspekinnar. Að sjálfsögðu má finna ýmiss konar
frávik og undantekningar.
7 Varðandi þöggun kvenna er meðal annars áhugavert að skoða: Joan Hoff og
Christie Farnham, „Editors’ Note and Acknowledgments: On Silencing Women“,
Journal of Women’s History 1/1992, bls. 6–13 og Kristie Dotson, „Tracking Episte-
mic Violence, Tracking Practices of Silencing“, Hypatia 2/2011, bls. 236–257.
ER HEIMSPEKIN KVENFJANDSAMLEG?