Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 186
186
þeirra sem halda heimspekifyrirlestra, að finnast þær eiga heima í faginu
og að finna að þær njóti virðingar og að á þær sé hlustað. En það er ekki
eins og læknavísindi eða bókmenntafræði hafi verið stútfull af kvenkyns
fyrirmyndum á árum áður og samt hefur konum fjölgað mun hraðar þar.
Þessi atriði duga því ekki ein og sér til að skýra hæga fjölgun kvenna í
heimspeki og þá er nauðsynlegt að líta til þeirra þátta sem einkenna heim-
speki. Er eitthvað við heimspeki sem slíka sem hefur þessi kvenfælandi
áhrif? Er hægt að segja að heimspeki sé kvenfjandsamleg á einhvern hátt
sem ekki á við í mörgum öðrum fræðigreinum?
Spurninguna „Er heimspekin kvenfjandsamleg?“ má skilja á marga
vegu. Bæði er hægt að leggja mismunandi skilning í hugtakið kvenfjandsemi
og eins má leggja mismunandi skilning í það þegar sagt er að heimspekin sé
á einn eða annan hátt. Birtingarmyndir kvenfjandsemi geta verið margar
og ólíkar, allt frá skipulegri og meðvitaðri neikvæðri afstöðu til kvenna og
ýmiss konar neikvæðum aðgerðum í þeirra garð til ómeðvitaðra fordóma
eða kerfislægra aðstæðna sem bitna verr á konum en körlum. Þetta er
mikilvægt að hafa í huga. Margir virðast gjarnir á að leggja þann skilning
í kvenfjandsemi að hún hljóti að vera meðvituð afstaða sem feli í sér illan
vilja og líta þá kannski á allt tal um kvenfjandsemi sem ásakanir um þátt-
töku í einhverju samsæri karla gegn konum. Eins og skýrt verður hér að
neðan getur kvenfjandsemi ekki síður falist í ýmiss konar ómeðvituðum
viðhorfum, venjum og hefðum, uppbyggingu stofnana eða aðferðum sem
með einum eða öðrum hætti gera konum erfiðara fyrir í samanburði við
karla. Slík kvenfjandsemi þarf ekki endilega að vera einhverjum tilteknum
aðilum (hvort sem er einstaklingum eða hópum) „að kenna“ og hún getur
verið allt eins mikið til staðar hjá konum og hjá körlum, enda eru þeir for-
dómar stundum erfiðastir viðureignar sem fólk hefur gagnvart sjálfu sér.
En þó að þessi kvenfjandsemi sé ekki einhverjum einum „að kenna“ hlýtur
það að vera á ábyrgð okkar allra að gera það sem við getum til að uppræta
hana, rétt eins og annað í samfélaginu sem betur má fara.
Það að heimspekin hafi eitthvert tiltekið einkenni eða eiginleika, til
dæmis að hún sé kvenfjandsamleg, getur líka þýtt ýmislegt. Það getur þýtt
að heimspeki sem fræðigrein, sú hugsun sem við köllum heimspekilega eða
þær aðferðir sem einkenna heimspeki, sé í eðli sínu kvenfjandsamleg. Væri
þetta rétt þá væri kvenfjandsemi nauðsynlegur þáttur í heimspeki og væri
honum útrýmt þá sætum við eftir með eitthvað sem ekki væri heimspeki.
Eina ráðið fyrir þá sem vildu forðast hið kvenfjandsamlega væri að láta það
eyJa MaRGRét bRynJaRsdóttiR