Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 188
188
að „heimspekin“ sé með einhverjum hætti þá blasir kannski við að svar-
ið við spurningunni „Er heimspekin kvenfjandsamleg?“ hljóti að verða
jákvætt. Með því einu að skoða tölurnar yfir konur í heimspeki og bera
saman við aðrar greinar ættum við að fá vísbendingu um að eitthvað við
heimspekina fæli konur frá þátttöku. Ef til vill er túlkunin á rannsókn-
arspurningunni of frjálsleg ef jákvæða svarið við henni verður svona aug-
ljóst. Hérna held ég þó að samhengið og tilgangurinn skipti máli. Ef rann-
sóknarefnið snerist til dæmis um greiningu á kvenfjandsemi, það er að
finna svar við spurningunni „Hvað er kvenfjandsemi?“, væri þessi víða
túlkun líklega ekki heppileg og þörf væri á meiri nákvæmni í beitingu
hugtaksins. Tilgangur þessara skrifa er hins vegar annar; hér er ætlunin
að grafast fyrir um ástæðurnar fyrir fjarveru kvenna úr heimspeki og velta
upp mögulegum úrbótum. Okkur er því óhætt að svara rannsóknarspurn-
ingunni strax með „Já, heimspekin er kvenfjandsamleg í þeim skilningi að
það er eitthvað sem letur konur til heimspekiiðkunar“ og svo getum við
skoðað með hvaða hætti þessi kvenfjandsemi birtist. Meginmarkmiðið hér
er ekki að varpa ljósi á kvenfjandsemi heldur að reyna að finna leiðir til að
bæta stöðu kvenna í heimspeki.
Hugsa konur ekki bara öðruvísi?
Vissulega gæti einhver viljað bregðast við fregnum af lágu hlutfalli kvenna
í heimspeki með því að segja að ástæðan sé sú að konur séu ekki til þess
fallnar að stunda heimspeki, sem er einmitt nokkuð sem þær fáu konur
sem hættu sér út í heimspeki á árum áður fengu ósjaldan að heyra.8 Slík
staðhæfing getur tekið á sig ýmsar myndir. Hún getur snúist um að hæfni
kvenna til að hugsa heimspekilega sé minni en hæfni karla og að þetta sé
óhagganleg staðreynd. Það sé ekkert athugavert við heimspekina eins og
hún er stunduð núna9 og því sé rétt að hlutfall kvenna í heimspeki sé áfram
8 Frásagnir af slíku er meðal annars að finna í Singing in the Fire: Stories of Women in
Philosophy, ritstj. Linda Martín Alcoff, New York: Rowman & Littlefield, 2003.
9 Hér kann einhver að vilja staldra við og velta því fyrir sér hvort hér sé gengið út
frá því að heimspeki sé aðeins stunduð á einhvern einn hátt, en vitaskuld er fátt
mér eins fjarri og að fullyrða slíkt. Eins og flestir vita sem þekkja til í greininni er
engin ein aðferð sem kalla má „hina heimspekilegu aðferð“, þótt segja megi að flest
það sem fellur undir heimspekilega hugsun hafi einhver sameiginleg einkenni (í
víðum skilningi) sem gera hana „heimspekilega“. Sá sem talar um heimspeki „eins
og hún er stunduð núna“ gæti hvort sem er átt við einhverja eina aðferð eða það
að heimspeki sé stunduð á margbreytilegan hátt, og sýnist sjálfsagt hverjum heim-
spekingnum sitt um ágæti hinna ýmsu aðferða.
eyJa MaRGRét bRynJaRsdóttiR