Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 190
190
þegar niðurstöður hennar voru birtar haustið 2010.13 Buckwalter og Stich
halda því fram að kynjamunur sé á innsæi þegar ýmis heimspekileg við-
fangsefni eru annars vegar. Prófanir þeirra hafi leitt í ljós kynbundinn mun
á tilfinningu fólks fyrir réttum svörum við svokölluðum hugsunartilraun-
um (e. thought experiments). Þetta sé ein af skýringunum á fjarveru kvenna
úr heimspeki; þeim finnist þær síður eiga heima í greininni þegar tilfinn-
ing þeirra fyrir því hvaða svar sé hið rétta sé á skjön við það sem flestir sem
leggja stund á heimspeki telja augljóslega rétt. Buckwalter og Stich taka
sambærilega afstöðu og Gilligan í kjölfarið, að heimspekihefðirnar þurfi
að breytast til að rýma til fyrir konum fremur en að konur eigi ekki heima
í heimspeki.
Hugmyndir Gilligan og þeirra Buckwalters og Stichs hafa eins og áður
segir verið umdeildar. Skömmu eftir að Gilligan setti fram sínar hugmynd-
ir komu fram rannsóknir þar sem enginn kynjamunur fannst á hugsun um
siðferðileg efni og niðurstöðurnar bentu því til þess að kenning Gilligan
ætti ekki við rök að styðjast.14 Gilligan dró sjálf til baka kenninguna um
kynjamun í siðferðishugsun og hélt sig svo við þá hugmynd að umhyggju-
hugsun væri fremur eignuð konum og óhlutbundna hugsunin körlum.15 En
þrátt fyrir þetta varð þessi kenning um eðlislægan kynjamun í siðferðilegri
hugsun lífseig og henni var haldið á lofti af ýmsum. Það vill oft verða þann-
ig þegar kenning hefur náð fylgi og útbreiðslu að hægt og illa gengur að
koma leiðréttingum til skila eftir að í ljós kemur að hún gengur ekki upp.
Niðurstöður Buckwalters og Stichs eru nýlegar og ég veit ekki til þess
að fleiri sambærilegar greiningar hafi verið gerðar enn. Rannsókn þeirra
fólst í að greina niðurstöður frá ýmsum aðilum sem rannsakað höfðu við-
13 Wesley Buckwalter og Stephen Stich, „Gender and Philosophical Intuition“,
Experimental Philosophy 2, væntanlegt, ritstj. Joshua Knobe og Shaun Nichols,
Oxford: Oxford University Press, sótt hér: http://papers.ssrn.com/sol3/papers.
cfm?abstract_id=1966324.
14 Lawrence J. Walker, „Sex Differences in the Development of Moral Reasoning: A
Critical Review“, Child Development 3/1984, bls. 677–691 og „Sex Differences in
the Development of Moral Reasoning: A Rejoinder to Baumrind“, Child Develop-
ment 2/1986, bls. 522–526; Stephen Thoma, „Estimating Gender Differences in
the Comprehension and Preference of Moral Issues“, Developmental Review 2/1986,
bls. 165–180; Muriel Bebeau og Mary Brabeck, „Moral Reasoning and Ethical
Sensitivity among Men and Women in the Professions. Who Cares?“, Theory,
Research and Educational Implications of the Ethic of Care, ritstj. Muriel Brabeck, New
York: Praeger, 1989, bls. 144–164.
15 Carol Gilligan og Jane Atanucci, „Two Moral Orientations: Gender Differences
and Similarities“, Merrill-Palmer Quarterly 3/1988, bls. 223–237.
eyJa MaRGRét bRynJaRsdóttiR