Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 198
198
á, með einum eða öðrum hætti, rétt áður en það lendir í þeim aðstæð-
um sem geta kallað fram kvíðann. Breski heimspekingurinn Jennifer Saul
gefur gott dæmi:
Ég er prófessor með langa ritaskrá og starf sem ég er hæstánægð
með í frábærri deild þar sem mér líður mjög vel þrátt fyrir að konur
séu í miklum minnihluta meðal fastráðinna (2 af 15). En þetta hefur
ekki gert mig ónæma. Nýlega flutti ég erindi við deild sem var með
sitt eigið fundarherbergi sem skreytt var myndum af frægum heim-
spekingum. Ég tók strax eftir því að allar myndirnar sem ég sá voru
af körlum. (Ein mynd mun þó hafa verið af konu en ég sneri baki
í hana.) Ég tók líka eftir því að áheyrendahópurinn var eingöngu
skipaður körlum. Tvær konur bættust svo við en karlmenn voru
enn í miklum meirihluta. Meðan ég flutti fyrirlesturinn fann ég að
mér gekk ekki vel. Ég varð óörugg, orðin böggluðust í munni mér
og ég svaraði spurningum illa og hikandi. Meðan á þessu stóð var
ég meðvituð um þetta – og líka hissa þar sem ég hafði flutt þennan
fyrirlestur áður og allt gengið vel. Ég vissi nóg um ógn staðalímynd-
arinnar til að átta mig á hvað það var sem ég fann fyrir en því miður
dugði sú vitneskja ekki til að afstýra þessu.26
Þannig getur vitneskja um að falla ekki inn í skema heimspekingsins, til-
heyra hópi sem samkvæmt staðalímyndum ætti ekki að geta staðið sig vel í
heimspeki, valdið konum í heimspeki óþægindum og jafnvel haft neikvæð
áhrif á frammistöðu þeirra.
Tálsýn hinnar hreinu hugsunar
Annað sem bent hefur verið á er að femínísk heimspeki eigi erfitt upp-
dráttar innan fagsins, meðal annars þykir afar erfitt að fá greinar um fem-
íníska heimspeki birtar í öðrum tímaritum en þeim sem eru sérstaklega
eyrnamerkt henni. Meðan femínískar kenningar hafa hlotið hljómgrunn
innan margra annarra greina í hug- og félagsvísindum og femínískt sjón-
arhorn oft orðið sjálfsagður hluti af fræðunum þá er femínísk heimspeki
enn mestmegnis á jaðri greinarinnar. Auðvitað þurfa ekki allar þær konur
sem vilja stunda heimspeki að kæra sig um að leggja sérstaklega fyrir sig
femíníska heimspeki en það að femínísk heimspeki sé ekki viðurkennd
26 Jennifer Saul, „Implicit Bias, Stereotype Threat and Women in Philosophy“, óbirt
grein: http://www.shef.ac.uk/polopoly_fs/1.101725!/file/BiasAndPhilosophy11.doc,
sótt 15. október 2012.
eyJa MaRGRét bRynJaRsdóttiR