Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 207
207
andreas Huyssen
Minnisvarðar og helfararminni
á fjölmiðlaöld1
Andreas Huyssen fæddist árið 1942 í Þýskalandi og lauk doktorsprófi frá Háskólanum
í Zürich 1969. Hann hefur lengst af starfað við Columbia-háskóla í New York sem
prófessor í samanburðarbókmenntum þar sem hann stofnaði rannsóknarstofu í sam-
anburðarbókmenntum og samfélagi. Hann er einn af stofnendum New German
Critique, sem er áhrifamikið rit um þýsk fræði í Bandaríkjunum. Hann hefur sérhæft
sig í menningu Þýskalands frá 18. til 20. aldar, en þó einkum fengist við módernisma
og framúrstefnu, og menningarlegt minni í þverþjóðlegu samhengi. Huyssen lýsir því
að rætur áhuga síns á minni og tjáningu þess liggi einkum í tveimur þáttum, annars
vegar í því að hann er alinn upp í Þýskalandi, er af fyrstu kynslóð eftirstríðsáranna og
pólitík minnisins hafi haft mótandi áhrif á uppvöxt hans. Í öðru lagi hafi hann lengi haft
áhuga á áhrifum fjölmiðla á menninguna og hafi ekki síst orðið fyrir áhrifum frá Walter
Benjamin og Theodor W. Adorno, enda var sá síðarnefndi fyrstur til að greina minn-
isleysið sem banvænan sjúkdóm kapítalismans.2 Bækur Huyssens um minnismenningu
samtímans, Twilight Memories: Marking Time in a Culture of Amnesia (1995, þaðan sem
kaflinn sem hér fer á eftir er fenginn) og Present Pasts: Urban Palimpsests and the Politics
of Memory (2003), vöktu gríðarlega athygli og hafa haft mikil áhrif í minnisfræðum
síðustu áratuga. Huyssen er ekki síst upptekinn af þeirri gjá sem hann segir ávallt vera
milli reynslu af atburði og að minnast þeirrar reynslu. Fortíðin sé ekki einfaldlega til
staðar í minninu, heldur verði að vera tjáð til að verða að minningu.3 En þessi gjá er
einmitt þar sem virkni minnisins liggur, sem gefur því kraft og frjómagn.
Bæði verkin komu út í miðri minnisbylgju sem sá stað víða um lönd í kjölfar falls
1 Hér birtist þýðing á kaflanum „Monuments and Holocaust Memory in a Media
Age“, Twilight Memories: Marking Time in a Culture of Amnesia, New York og
London: Routledge, 1995, bls. 249–260. Birt með leyfi Taylor and Francis Group,
©Routledge. Fyrri gerð þessa kafla birtist undir heitinu „Monuments and Memory
in a Postmodern Age“ í riti sem gefið var út vegna samnefndrar sýningar, The Art of
Memory: Holocaust Memorials in History, ritstj. James E. Young, New York: Prestel
Verlag og The Jewish Museum, 1994, bls. 9–18.
2 Andreas Huyssen, „Introduction: Time and Cultural Memory in our Fin de Siècle“,
Twilight Memories, bls. 1–9, hér bls. 4.
3 Sama rit, bls. 3.
Ritið 1/2013, bls. 207–221