Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 208
208
Berlínarmúrsins og vegna viðbragða við aldarlokunum, þegar spurt var hvernig við
minnumst eða ættum að minnast 20. aldarinnar. Í inngangi sínum að Twilight Memories
ber Huyssen þessa tíma saman við lok 19. aldar sem hafi einkennst af hugmyndum um
endurnýjun, framfarir og uppgang, en segir samtímann einkum upptekinn af minni og
framsetningu þess.4 Huyssen bendir á mótsagnirnar sem felast í þessari minnisákefð,
sem mótist að hluta til af fjölmiðlum og nútíma tækni. Hnignun sögunnar og sögu-
legrar meðvitundar og pólitískt, félagslegt og menningarlegt minnisleysi sé óumdeilt,
en hefur orðið samhliða því sem hann nefnir minnissprengju sem einkennist af gríðar-
legri umræðu um minni, ekki síst sameiginlegt minni, stofnun safna og byggingu fleiri
minnisvarða og minnismerkja en nokkru sinni fyrr. Þá hafi fjölmargir minnihlutahópar
vísað til menningarlegs minnis, í baráttu sinni fyrir viðurkenningu á sjálfsmynd sem
byggir á sameiginlegri fortíð. Huyssen heldur því fram að þráhyggja samtímans gagn-
vart minninu sé ekki bara afleiðing aldarlokahugsunar, heldur merki um kreppu í þeirri
tímahugsun sem setti mark sitt á nútímavæðinguna þar sem hið nýja var ávallt upphafið
og hyllt sem einhvers konar bjargvættur sem myndi leysa vanda samtímans. Þegar trúin
á nýjungar hefur misst gildi sitt, breytist tímahugsunin og við horfum sífellt meir til
fortíðar. Við erum því haldin eins konar minnisveiki sem minnisleysisveiran orsakar og
ógnar minninu sjálfu.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
... ofgnótt raunverulegrar þjáningar líður enga gleymsku.
Theodor W. Adorno
Aðeins það sem sársaukinn sleppir ekki tökum á helst í minninu.
Friedrich Nietzsche
I
Nú á tímum þegar hugmyndin um minnið hefur flust yfir í heim síl-
íkonflögunnar, tölvunnar og sæborganna, hafa fræðimenn með reglulegu
millibili harmað upplausn sögulegs minnis og skilgreint minnisleysi sem
hættulega menningarveiru er nýir tæknimiðlar hafi komið af stað. Því
meira minni sem geymt er í gagnagrunnum og myndabönkum, því síður
er menning okkar viljug eða megnug þess að beita virku minni, eða þannig
virðist það vera.
Upprifjun mótar tengsl okkar við fortíðina og það hvernig við munum
skilgreinir okkur í samtímanum. Við þurfum á fortíðinni að halda, sem
einstaklingar og samfélög, til þess að byggja og festa sjálfsmyndir okkar og
til að hlúa að sýn okkar á framtíðina. Þökk sé Freud og Nietzsche, vitum
við aftur á móti hversu hverfult og óáreiðanlegt persónulegt minni getur
4 Sama rit, bls. 2.
andReas Huyssen