Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 210
210
II
Þó að hæfileikinn til að muna sé mannfræðilega gefinn, þá meta sumir
menningarheimar minnið meira en aðrir. Staða minnisins innan menn-
ingar er skilgreind af margflóknum orðræðuvef helgisiða, goðsagna, sögu-
legra, pólitískra og sálrænna þátta. Þannig snýr harmagráturinn yfir því að
okkar póstmóderníska menning þjáist af minnisleysi einungis við kunn-
uglegu stefi í menningarrýni, sem gefur í skyn að upplýst nútímavæðing
frelsi okkur undan hefð og hjátrú, að nútíminn og fortíðin séu í eðli sínu
mótdræg hvort öðru, að söfn eigi ekki heima í ósvikinni nútímamenn-
ingu, að minnisvarðar nútímans séu mótsagnakennd fyrirbæri – í stuttu
máli sagt, að vera algjörlega nútímalegur þýðir að skorið er á öll tengsl
við fortíðina. Þannig var trúarsetning ó-sjálfs-gagnrýnnar nútímahyggju
og margra af birtingarmyndum fagurfræðilegrar framúrstefnu snemma á
20. öld. Nútímavæðingin var í raun oft óviðurkenndur naflastrengur sem
tengdi margvíslega fagurfræði módernisma og framúrstefnu við félagsleg-
an og hagrænan nútíma þess borgaralega samfélags sem þeir hötuðu svo
innilega og andæfðu.
Á undanförnum áratugum hefur aftur á móti mátt sjá auknar efasemdir
andspænis hugmyndafræði framfara, þegar skuggahlið nútímavæðingarinn-
ar hefur í auknum mæli gert vart við sig í vitund almennings í vestrænum
samfélögum í kjölfar pólitískrar einræðishyggju 20. aldar, nýlendustefnu
og umhverfisspjalla. Í flestum vestrænum frásögnum af minniskreppu og
nútíma gegnir helförin lykilhlutverki. Eins og Primo Levi skrifaði einu
sinni þá stóð Þriðja ríkið í þráhyggjukenndu stríði við minnið og stund-
aði „orwellska fölsun á minni, fölsun á veruleikanum, afneitun á veru-
leikanum“.6 Og við vitum að þess konar aðferðir afneitunar og bælingar
hurfu ekki við fall nasismans. Fimmtíu árum eftir Wannsee-ráðstefnuna,
þar sem „Lokalausnin“ (þ. die Endlösung) fékk fyrst pólitískt og stjórnskipu-
legt form, er helförin og minningin um hana enn prófsteinn á húmanískar
og altækar hugmyndir vestrænnar siðmenningar. Vandinn við minni og
gleymsku snertir kjarna vestrænnar sjálfsmyndar, hversu margbrotin og
fjölbreytt sem hún kann að vera.
Það hefur verið deilt harkalega um hvort við eigum að líta á villi-
mennsku nasismans sem frávik eða afturhvarf frá vestrænni siðmenningu
sem Þýskaland var þrátt fyrir allt ávallt hluti af, eða hvort við eigum að
6 Primo Levi, The Drowned and the Saved, New York: Vintage International, 1989,
bls. 31.
andReas Huyssen