Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 212
212
umburðarlyndi gagnvart fjölbreyttum flækjum og óstöðugleika í persónu-
legum og menningarlegum, pólitískum og þjóðlegum sjálfsmyndum.
Ekki taka allir undir gagngera fordæmingu Lyotards á vestrænum
nútíma, það sjónarmið sem setur Auschwitz afdráttarlaust í forgrunn sem
prófstein á allan samtímalestur á sögu nútímans og sér skort á minnis-
verki, veikburða minni og bælingu annarleika sem banvænan sjúkdóm hins
nútímalega ástands. Þannig hafa sumir ný-íhaldssinnaðir þýskir heimspek-
ingar eins og Hermann Lübbe og Odo Marquard haldið því fram að óum-
deild eyðing hefðarinnar í nútímanum hafi í raun búið til líffæri minning-
anna sem bæta þetta upp í líki hugvísinda, félaga um sögulega varðveislu
og safnsins. Frá þessu sjónarhorni er félagslegt og sameiginlegt minni,
sem er skipað niður í söfnum, sagnfræði eða fornleifafræði, ekki andhverfa
nútímans heldur afurð hans.
Vitaskuld útilokar önnur kenningin ekki hina. Jafnvel þegar nútíminn
skapar eigin verkfæri og orðræðu endurminningarinnar, hallar mögulega
enn á sögulegt minni nútímans í þeim sérstöku minnishæfileikum sem
Lyotard finnst skorta: viðurkenningu á mismun og annarleika; umhugs-
un um það hvernig félagslegur líkami nútímans byggist upp með því að
reiða sig á útilokun og yfirráð; sorgar- og minnisvinnu sem ætti að geta
fleytt okkur áfram yfir það sem Lyotard greinir sem „depurð aldarlok-
anna“. Þrátt fyrir andstæða greiningu á stöðu minnisins í vestrænni hefð,
þá byggja bæði sjónarhornin á þeirri hugmynd að formgerð minnisins (og
ekki aðeins inntak þess) sé sterklega háð þeim félagslegu mynstrum sem
framleiða það.
III
Hvernig hafa tæknimiðlar þá áhrif á formgerð minnisins, á það hvernig við
sjáum og lifum tímann? Þegar sjónrænir miðlar hafa brotist inn á öll svið
pólitísks, félagslegs og persónulegs lífs, gætum við spurt hvernig póstmód-
ernískt minni gæti litið út, minni á tímum þegar grunnmörk fyrra sjálfs-
trausts vestræns nútíma hafa orðið fyrir atlögu, þar sem aftur er spurt um
hefð einmitt vegna þess að hefð nútímans sjálfs hefur ekki svör við vand-
anum. Hvað með stofnanirnar og staðina sem skipuleggja félagslegt minni
okkar á tímum stöðugrar útbreiðslu kapalsjónvarps?
Ef við skoðum minni á póstmódernískum níunda áratug 20. aldar, þá
tökum við undireins eftir, ekki merkjum um minnisleysi, heldur algjörri
þráhyggju gagnvart fortíðinni. Í raun mætti tala um minnismerkja- eða
andReas Huyssen