Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 214
214
tortryggni hefur mikið verið rædd á undanförnum árum, en til þess að
yfirvinna þá hættu þurfum við að viðurkenna að hvor um sig er innbyggð
í leiðir okkar til að vinna úr þekkingu, í stað þess að einfaldlega fordæma
þær sem leik níhilískra menntamanna. Ákall til hlutlægs sannleika nægir
einfaldlega ekki.
Á hinn bóginn er myndunarmótsögn í þessum nýja tímaskilningi, því
það sem lítur út frá einu sjónarhorni sem afdráttarlaus sigur nútímavæð-
ingar samtímans yfir fortíðinni, er hægt að sjá, frá öðru sjónarhorni, sem
óreiðu rýmisins sem samtíminn hefur lagt undir sig. Stöðug aukning vís-
indalegrar, tæknilegrar og menningarlegrar nýsköpunar í neyslu- og gróða-
samfélagi framleiðir stöðugt meira af hlutum, lífsstíl, viðhorfum, sem úreld-
ast fljótt, og þetta dregur í raun úr tímaútþenslu þess sem hægt er að sjá sem
samtímalegt í efnislegum skilningi. Tímaþáttur slíkrar fyrirfram skipulagðr-
ar úreldingar er að sjálfsögðu minnisleysi. En minnisleysi getur um leið af
sér eigin andhverfu: viðbragð hinnar nýju safnamenningar. Hvort sem það
felur í sér mótsögn eða díalektík, þá hefur útbreiðslu minnisleysis í menn-
ingu okkar verið mætt með óstöðvandi hrifningu á minni og fortíð.
Gagnrýnendur sem einblína á hvarf sögunnar myndu segja að ný safna-
og minnismerkjamenning síðustu ára svíki raunverulega tilfinningu fyrir
sögunni og hafi breyst í sjónarspil og afþreyingu í staðinn. Þeir myndu
halda því fram að þessi menning bjóði upp á póstmódernískt yfirborð
ímynda og eyðileggi, fremur en leggi rækt við, raunverulega tilfinningu
fyrir tíma – fortíð, nútíð eða framtíð. En hrifningin á fortíðinni er meira en
uppbót eða fölsk aukaverkun nýrrar, póstmódernískrar tímahugsunar sem
hvarflar á milli þarfarinnar fyrir minni og hins hraða skriðs gleymskunnar.
Kannski þarf að taka hana alvarlega til þess að hægja á hraða nútímavæð-
ingarinnar, til þess að reyna, hversu viðkvæmt og mótsagnakennt sem það
er, að bjarga fortíðinni og vinna á móti óumdeildri tilhneigingu menn-
ingar okkar til minnisleysis undir merkjum stundargróða og skammsýnna
stjórnmála. Safnið, minnismerkið og minnisvarðinn hafa sannarlega geng-
ið í endurnýjun lífdaga eftir að hafa verið lýst dauð og ómerk endurtekið
í sögu módernismans. Nýlega bætta stöðu þeirra í huga almennings, vel-
gengni þeirra í samtímamenningunni, verður að skýra. Það er einfaldlega
ekki hægt lengur að fordæma safnið sem vígi þekkingar og valda elítunn-
ar, né heldur er eldri módernísk gagnrýni á minnisvarðann sannfærandi
þegar minnisvarðalistamenn hafa innlimað þá gagnrýni í sköpunarferli
sitt. Mörkin á milli safnsins, minnismerkisins og minnisvarðans hafa orðið
andReas Huyssen