Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 215
215
hreyfanlegri á síðasta áratug 20. aldar, á hátt sem úreldir gamla gagnrýni á
safnið sem vígi hinna útvöldu og minnisvarðann sem miðil hlutgervingar
og gleymsku.
Helfararsöfn, minnisvarða og minnismerki er ekki hægt að líta á sem
aðskilin frá þessari póstmódernísku minnismenningu. Því að þrátt fyrir
að helförin kalli fram óleysanleg vandamál fyrir hverja athöfn sem miðar
að því að tjá minninguna, þá er fjölgun helfararsafna sem eru byggð og
minnis varðarnir sem eru reistir í Ísrael, Þýskalandi og annars staðar í
Evrópu, og að auki í Bandaríkjunum, augljóslega hluti af stærra menning-
arlegu fyrirbæri.9 Það ætti ekki alfarið að eigna þetta stærra kynslóðabili
frá atburðunum sjálfum eða tilrauninni til að fara með einhverjum hætti
á móti óumflýjanlegum straumi gleymskunnar á meðan fækkar í kynslóð
vitna og eftirlifenda og úr grasi vaxa nýjar kynslóðir, sem líta á helförina
ýmist sem goðsagnakennda minningu eða klisju.
Ein ástæðan fyrir nýfundnum styrk safnsins og minnisvarðans í
almannarými gæti tengst því að bæði bjóða upp á eitthvað sem sjónvarpið
getur ekki boðið: efnislega þætti viðfangsins. Varanleiki minnisvarðans og
safnhlutarins, sem áður var gagnrýndur sem deyðandi hlutgerving, öðl-
ast nýtt hlutverk í menningu sem er drottnað yfir af hverfulli ímyndinni
á skjánum og óefnislegum samskiptum. Það er varanleiki minnisvarð-
ans í endurheimtu almannarými, á göngugötum, í endurbyggðum borg-
armiðjum eða í minnisrýmum sem fyrir eru, sem laðar að almenning sem
lætur sér ekki nægja eftirhermu og rásaflökt. Að þessu sögðu, þá verður
að mæla árangur sérhvers minnisvarða með hliðsjón af því að hve miklu
leyti hann tekst á við fjölmargar orðræður minnisins sem er einmitt boðið
upp á í rafrænum miðlum sem minnisvarðinn sem fast form er valkostur á
móti. Og það er engin vissa fyrir því að minnisvarðar samtímans, sem eru
hannaðir og byggðir með þátttöku almennings, líflegum skoðanaskiptum
og minnisvirkni, munu ekki einn daginn, eins og forverar þeirra frá 19.
öld, verða að táknmynd gleymskunnar. Í augnablikinu nýtur aftur á móti
gamalt form, sem eitt sinn vék fyrir hraða nútímavæðingarinnar, nýrra
möguleika í margbrotinni minnis- og fjölmiðlamenningu.
9 Sjá greinasafnið Probing the Limits of Representation: Nazism and the „Final Solution“,
Saul Friedlander ritstýrði og skrifaði inngang, Cambridge, MA: Harvard University
Press, 1992.
MINNISVARðAR OG HELFARARMINNI Á FJÖLMIðLAÖLD