Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 216
216
IV
Þrátt fyrir að á undanförnum árum hafi færst í aukana að helförinni sé
afneitað,10 þá er vandinn fyrir helfararminnið á níunda og tíunda ára-
tug 20. aldar ekki gleymska, heldur hversu algengar helfararímyndir eru
í menningu okkar, svo jaðrar við ofgnótt, allt frá hrifningu á fasisma í
kvikmyndum og skáldskap, sem Saul Friedlander hefur gagnrýnt á sann-
færandi hátt, til aukinnar yfirborðslegrar fórnarlambshugsunar um hel-
förina í fjölmörgum pólitískum orðræðum sem hafa ekkert með Shoah
að gera.11 Á öfugsnúinn hátt heldur jafnvel afneitunin á helförinni, og
opinber umræða um þessa afneitun, henni í huga almennings. Án þess að
beinlínis sé um að ræða afneitun, er hið upprunalega tráma endurgert og
ofnotað í bókmenntum og kvikmyndum með aðferðum sem einnig geta
verið ákaflega særandi. Að sjálfsögðu getur óhindruð útbreiðsla mynd-
hverfingarinnar sjálfrar einnig verið merki um trámatíska steingervingu,
þar sem hún er læst inni í þráhyggju depurðarinnar sem nær langt út fyrir
fórnarlömb og gerendur.
Ef slík útbreiðsla, hvort sem er í skáldskap, kvikmyndum eða samtíma-
pólitík, gerir í raun lítið úr sögulegum atburði Lokalausnarinnar, eins og
margir myndu halda fram, þá býður bygging æ fleiri helfararminnismerkja
og -minnisvarða ekki heldur upp á lausn á vanda endurminningarinnar.
Viðleitnin til að vinna á móti því sem virðist gera lítið úr atburðinum, eins
og t.a.m. í sjónvarpsþáttunum Holocaust (1978), með alvarlegri tjáningu
safna og minnisvarða gæti aðeins, enn og aftur, fryst minnið í helgisiða-
bundnar ímyndir og orðræður. Að hamra alfarið á sannri framsetningu
á helförinni, sem einstæðri, ósegjanlegri og ósamanburðarhæfri, dugar
hugsanlega ekki lengur sem alltumlykjandi minni í vestrænni menningu, í
ljósi fjölbreytilegrar tjáningar og virkni hennar. Vinsældaform og söguleg-
ur samanburður eru órjúfanlegur hluti af helfararminningunni sem orðin
er margbrotin og marglaga.
Mælikvarðinn á framsetningu helfararinnar getur ekki miðast við
það sem er viðeigandi eða við lotningu eins og andspænis trúarviðfangi.
Lotningarfull og þögul virðing væri við hæfi andspænis þjáningu einstak-
lings sem lifað hefur af, en hún hentar ekki sem orðræðuaðferð um hinn
10 Áhrifamikla lýsingu á þessu má sjá í Deborah Lipstadt, Denying the Holocaust: The
Growing Assault on Truth and Memory, New York: The Free Press, 1993.
11 Saul Friedlander, Reflections of Nazism: An Essay on Kitsch and Death, New York:
Harper and Row, 1984.
andReas Huyssen