Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 218
218
þjóðarsögu, sjálfsákvörðunar og andspyrnu. Í ísraelskum hugmyndaheimi
hefur uppreisnin í Varsjárgettóinu orðið að goðsögulegri minningu um
andspyrnu og hetjuskap sem er óskiljanleg í Þýskalandi. Í bandarískum
hugmyndaheimi er litið á helförina í ljósi þess að Bandaríkjamenn frels-
uðu búðirnar og Bandaríkin urðu að öruggri höfn fyrir flóttamenn og
innflytjendur og bandarísk helfararminnismerki mótast af þessu. Í sov-
éskum frásögnum hefur helför gyðinga misst kynþáttatenginguna og
runnið saman við kúgun nasista á heimskommúnismanum. Þetta gekk svo
langt að nú þarf að endurbyggja þessar frásagnir á austur-evrópskum og
sovéskum minnisstöðum.
Margt af þessu er auðvitað vel þekkt, en afleiðingarnar fyrir umræðuna
um minni, gleymsku og framsetningu hafa kannski ekki verið að fullu
skýrðar. Svona uppbrot á minningu helfararinnar í mismunandi löndum
og marglaga botnfall ímynda og orðræðna sem ná frá heimildarmynd-
um til sápuópera, frá vitnisburðum eftirlifenda til skáldskapar, frá útrým-
ingabúðalist til minnismálverka, verður að skoða með hliðsjón af virku
pólitísku og menningarlegu hlutverki þess, sem mögulegt mótvægi við
frystingu minnis í eina trámatíska ímynd eða deyfandi áherslu á tölur. Nýja
helfararsafnið í Washington-borg er vel heppnað vegna þess að það nær að
fara á milli fjölbreyttra orðræðna, miðla og heimilda og opna þannig fyrir
svæði áþreifanlegrar þekkingar og umhugsunar í minni gestanna.
V
Hvað þá um minnisvarðann á stærra sviði helfarartjáningar og -orðræðu?
Helfararminnisvarðinn tekur augljóslega ekki mið af hefð hetjuhyllingar eða
ímynda af sigrum. Jafnvel minnisvarðinn um uppreisnina í Varsjárgettóinu
er minnismerki um þjáningu, fordæming á glæpum gegn mannkyninu.
Andspænis hefð minnisvarða sem eru staðfesting á og hylling sjálfsmynda
verður að líta á helfararminnisvarðann sem and-minnisvarða í eðli sínu.
Þrátt fyrir það hefur hinni hefðbundnu gagnrýni á minnisvarðann, sem
segir hann grafa minningar og steingera fortíðina, einnig oft verið beint
gegn helfararminnisvörðum. Helfararminnisvörðum hefur verið álasað
fyrir staðadýrkun, einkum þeim sem eru reistir á stöðum útrýmingarinnar.
Þeir eru jafnvel skoðaðir sem svik við minninguna – sú ásökun byggist á
því að líta á minnið sem fyrst og fremst einkalegt og huglægt og þess vegna
ósamrýmanlegt við opinberar sýningar, söfn eða minnisvarða. Sem til-
andReas Huyssen