Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 32
32
arhöldum vegna átta alda afmælis Sorbonne-háskóla.20 Í yfirlýsingunni
minntu ráðherrarnir á að framtíð Evrópu snerist ekki aðeins um evrur,
banka eða efnahagsmál, heldur hlyti hún einnig að byggjast á nýsköp-
un í þekkingu og vísindum. „Opið evrópskt svæði á sviði æðri mennt-
unar [e. open European area for higher learning] býður upp á fjölda jákvæðra
möguleika,“ fullyrtu ráðherrarnir, en þeir tóku jafnframt fram að í slíku
samstarfi yrði „auðvitað að virða margbreytni okkar [e. our diversities]“.
Vildu þeir ryðja hindrunum úr vegi háskólanema og kennara sem stefndu
á tímabundið nám eða kennslu utan heimalanda sinna með því „að þróa
skilyrði fyrir kennslu og nám, sem auðvelda fólki að fara á milli landa og
styrkja samstarf“.21 Árið eftir hittust ráðherrar menntamála – eða fulltrúar
þeirra – frá 29 Evrópulöndum á ráðstefnu í Bologna til að ræða samstarf
um æðri menntun í álfunni. Þar undirrituðu þeir svokallaða Bologna-
yfirlýsingu, en í henni lýstu þeir yfir vilja sínum til að koma á evrópsku
menntasvæði í anda Sorbonne-yfirlýsingarinnar, en stefnt var að því að
ná markmiðinu eigi síðar en árið 2010. Ætlunin var að styrkja samkeppn-
ishæfni álfunnar, eins og segir í Bologna-yfirlýsingunni, með því að auka
flæði nemenda og kennara á milli landa og stuðla að aukinni samvinnu um
gæðaeftirlit í menntamálum í Evrópu. Enn ítrekuðu ráðherrarnir að í slíku
samstarfi yrði „að virða að fullu margbreytni í menningu, tungumálum og
menntakerfum þjóðríkjanna, auk sjálfstæðis háskólanna“, og undirstrik-
uðu með því að samvinnan ætti hvorki að skerða fullveldi þjóðríkjanna í
menntamálum né að þurrka út menningarleg sérkenni þeirra.22
20 Sjá Andris Barblan, „From the University in Europe to the Universities of Europe“,
A History of the University in Europe, 4. bindi, Universities since 1945, ritstj. Walter
Rüegg, Cambridge: Cambridge UP, 2011, bls. 560–574; Nicolas Mottis, „Bologna
and Business education: far from a model, just a process for a while …“ og Tina
Hedmo og Linda Weldin, „New modes of governance: the re-regulation of
European higher education and research“, European Universities in Transition. Issues,
Models and Cases, ritstj. Carmelo Mazza, Paolo Quattrone og Angelo Riccaboni,
Cheltenham: Edward Elgar, 2008, bls. 93–132.
21 Sorbonne joint declaration on harmonisation of the architecture of the European
higher education system. 25. maí 1998: http://www.ehea.info/Uploads/Declara-
tions/SORBONNE_DECLARATiON1.pdf [sótt 13. júlí 2011].
22 The Bologna Declaration of 19 June 1999: http://www.ehea.info/Uploads/Decl-
arations/BOLOGNA_DECLARATiON1.pdf. [sótt 13. júlí 2011]. Sjá einnig
Evrópska menntasvæðið: af http://www.lme.is/page/EvropskaMenntasvaedid. [sótt
1. ágúst 2011]. Ágæta greiningu á forsögu Bologna-ferlisins og hugmyndafræðinni
sem liggur því til grundvallar er að finna í greinum Guys Neaves, „The Bologna
Declaration: Some of the Historic Dilemmas Posed by the Reconstruction of
the Community in Europe’s Higher Education“, Educational Policy 17/ 2003, bls.
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON