Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 199
199
auðsætt, bersýnilegt (þar af leiðandi viðráðanlegt). Það verður sífellt að
minnka einkarýmið, það verður að leiða sérstæðan mismun (fr. la différence
singulière) í hið örugga skjól glerhússins til þess að hann menntist þar og
blandi geði við aðra“. Þessi hugsuður óttast í raun að „þegar ekkert er eftir
til að fela, hvorki glæpur né hamingja, er í raun ekkert lengur að lifa fyrir.
Allt á sér stað í dagsbirtu: og við erum dauð, ósegjanlega sýnileg í þessu
glerhúsi.“59
Þessi afstaða er alger andstæða þess sem hreyfir við Emmanuel Carrère
en í hans huga er það að fela banvænt og það réttlætir afhjúpun leynd-
armáls, þó svo það tilheyri öðrum. Hann er raunar sannfærður um að það
sé fyrir bestu fyrir móður sína og sig sjálfan að létta af þögn, sem hefur
verið baggi á þeim alla tíð, „fyrir andlát hennar og áður en [hann] nái aldri
hins horfna. Verði það ekki óttast [hann] að hann þurfi að hverfa eins og
hinn horfni.“60
Höfundurinn vill frelsi til að endurskapa fortíð sína, en ekki í ukrón-
ískum skilningi (ekki-tíma)61 heldur í merkingu Merleau-Pontys sem stað-
hæfir að með því að „taka á sig nútíð, taki maður fortíð sína og umbreyti,
breyti merkingu hennar; maður frelsar sig [frá henni] og verður laus“.62 Í
þessu ljósi mætti segja að Emmanuel Carrère hafi haft ástæðu til að sam-
þykkja fortíð fjölskyldunnar fyrir opnum dyrum, vegna þess að það er for-
senda fyrir framtíðarvelgengni hans.
Sætti maður sig ekki við kenninguna um sekt í þessari tilgátu, þá er um
annað að ræða í þeirri sem snertir samband Emmanuels og Sophie. Í skáld-
sögunni játar Emmanuel margsinnis ást sína á Sophie. Hann er augljóslega
hreykinn af henni og nýtur þess að sýna félögunum fallegu stúlkuna sína.
Engu að síður er augljóst að honum tekst ekki að komast yfir vanlíðan sína
vegna menningar- og félagslegs mismunar á milli hans og vinkonunnar. Þó
að þessi samfélagslegi mismunur hafi lítið að segja til að byrja með, verður
hann að óbrúanlegri gjá þegar fram í sækir. Það er ef til vill hægt að segja
að Emmanuel sé sekur gagnvart Sophie, bregðist henni, en einnig gagn-
vart sjálfum sér fyrir að hafa látið ást sína sölna. Hvað ábyrgðina varðar,
59 J.M. Geng, „Éloge de la dissimulation“, Le Monde, 21.02.1979.
60 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 62.
61 Carrère kemur stundum fram sem sérfræðingur í ekkitíma [uchronie] sem er saga
þess sem gæti átt sér stað en hefur ekki gert það. Þetta eru svokölluð gervi-vísindi
sem hann skrifaði um í fræðilegu ritgerðinni, Le détroit de Behring, Introduction à
l’uchronie, París: P.O.L, 1986.
62 Maurice Merleau-Ponty, Phénoménologie de la perception, París: Gallimard, 1945,
bls. 519–520.
LEyNDARMÁL EMMANUELS CARRèRE AFHJúPUÐ