Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 136
136
árunum 1497–1503 og segir ferðasögu sína í nokkrum bréfum.62 Flest
voru stíluð á háttsetta menn á Ítalíu og send frá Lissabon og Sevilla. Hér
verður sagt frá tveimur bréfum hans sem hafa yfirleitt verið nefnd Mundus
Novus og Lettera.
Mundus Novus er latneskur titill á bréfi sem var líklega þýtt úr ítölsku og
gefið út í París 1503 eða 1504. Það var skrifað í Lissabon og stílað á kaup-
og fésýslumanninn Lorenzo di Pierfrancesco de Medici í Flórens. Í bréf-
inu gerir Vespucci grein fyrir landkönnunarleiðangri undir fána Portúgals
meðfram strönd Suður-Ameríku allt til 50. breiddargráðu. Hann lýsir
landsháttum og mannlífi en byggir hluta af frásögn sinni á dvöl meðal ind-
íána í Brasilíu þar sem honum gafst tækifæri til að fylgjast með lífi þeirra
og háttum.63
Bréfið Lettera eða Lettera di Amerigo Vespucci delle isole nuovamente ritro
vate in quatro suoi viaggi er stílað á stjórnmálamanninn Pier Soderini og
birt í Flórens, sennilega á árunum 1505 til 1506. Í því segir frá fjórum
ferðum sem Vespucci tók þátt í, annars vegar á vegum spænsku krúnunn-
ar og hins vegar á vegum portúgalska ríkisins. Frásögninni er skipt í tvo
hluta: Í þeim fyrri er sagt frá ferðum í nafni Spánar en í seinni hlutanum er
greint frá ferðum með Portúgölum. Í inngangi að fyrri og seinni hlutanum
fjallar Vespucci í fáum orðum um aðdraganda leiðangranna. Fyrsta ferðin
var farin á árunum 1497 til 1498. Frá Cádiz á Suður-Spáni var haldið til
Kanaríeyja og þaðan stímt í vestur uns komið var til meginlands Ameríku.
Ef þetta er rétt komu Vespucci og þeir sem voru í för með honum á
undan Kólumbusi til meginlands Ameríku.64 Á árunum 1499 og 1500 fór
Vespucci með Alonso de Ojeda í könnunarleiðangur til Nýja heimsins.
Lagt var upp frá Suður-Spáni og siglt meðfram strönd Vestur-Afríku til
Grænhöfðaeyjum og þaðan haldið í suðvestur til Tierra Firme eða Brasilíu
og ef rétt er sagt frá voru þeir félagar fyrstir til að kanna ókunn lönd á þess-
62 Martín Fernández de Navarrete (1765–1844) er einn af mörgum fræðimönnum
sem dregur í efa sannleiksgildi frásagna Vespuccis. Sjá Martín Fernández de Nav-
arrete, „Advertencia preliminar“ og „Noticias exactas de Américo Vespucio y
reflexiones críticas sobre las relaciones de sus viajes“, Viajes de Américo Vespucio,
Madríd: Editorial Espasa Calpe, 2003, bls. 19–31 og 173–202. Luciano Formisano
er aftur á móti annarrar skoðunar en Fernández de Navarrete, sjá „introducción“
í Amerigo Vespucci, Cartas de viaje, ritstj. Luciano Formisano, Madríd: Alianza
Editorial, 1986, bls. 9–46.
63 Luciana Formisano, „introducción“, bls. 10–11.
64 Hér er ekki ætlunin að fjalla um sannleiksgildi bréfa Vespuccis og verður því ekki
farið nánar út í þá sálma.
ERLA ERLENDSDÓTTiR