Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 138
138
Sennilega hafa uppskriftirnar gengið manna á milli en margir voru áfjáðir í
að lesa um ókunn lönd og fjarlæga heima. Ef til vill má rekja það til þess að
Vespucci lýsir nöktum frumbyggjum og samlífi þeirra tæpitungulaust, sem
og öðrum framandi athöfnum eins og mannfórnum og mannakjötsáti.69
Hvað varðar þýðingar á þessu bréfi þá ber fyrst að geta þeirrar lat-
nesku en hún birtist sem viðhengi í kosmógrafíu sem Þjóðverjinn Martin
Waldseemüller gaf út 1507 í bænum St. Dié í Vogesafjöllum.70 Eftir
útgáfu Waldseemüllers var Lettera Vespuccis gjarnan titlað Quattuor
Americi Navegationes eða „Fjórar siglingar Amerigos“. Þess má geta að
Simon Grynaeus og Johann Huttich notuðu Vespucci-textann úr bók
Waldseemüllers í safnrit sitt Novus orbis regionum sem kom í fyrsta sinn
út á latínu í Basel árið 153271, og tveimur árum seinna á þýsku. Árið 1509
kom bréfið út á þýsku í litlu hefti en á þessum árum voru gefin út svoköll-
uð fréttabréf (þ. Flugschriften) í þýskum málheimi, og reyndar víðar, sem
fluttu meðal annars fréttir af landafundum og landvinningum í Vesturálfu.
Einnig er til önnur þýðing úr latínu frá fyrri hluta 16. aldar, titluð á þýsku
Des Americus Vesputius Berichte über seine vier Schiffahrten.72
Í fyrrnefndri bók Hans Hansen Skonning, Geographia Historica Orientalis,
er stutt frásögn af ferðum Vespuccis titluð Her effter følger Vesputij Seiglads
Reigse. Frásögnin er seinni hlutinn af samantektinni á ferðum Kólumbusar
og Vespuccis sem er í 63. kafla bókarinnar, Kort Udtog eller Extract til en
Bestlutning / om Columbi oc Vesputii Seiglaß Reisge fra Hispanien / oc udi
Americam, til de ny funden Øer: Met huis underlige dennem er vederfaret oc
hændet paa samme Reygse. Á um níu blaðsíðum segir frá þremur fyrstu ferð-
um Vespuccis til nýju veraldarinnar. Ferðasaga Vespuccis hefur verið stytt
til muna en þó er hægt að rekja ferðir hans þrátt fyrir að ártöl hafi skolast
til í meðförum þýðenda eða skrifara. Á tæplega fimm síðum er sagt frá
fyrstu ferð Vespuccis og hefst frásögnin með eftirfarandi orðum: „Anno
1497 seiglede Americus Vesputius fra Portugal/ met nogle dappere Mend
som tilforne hafde værit paa samme Orter/ oc nogenlunde vidste Kosen
der hen.“73 Þá er í stuttu máli greint frá annarri ferð hans: „oc kom hiem
69 Frauke Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 100–108.
70 Cosmographiae Introductio ... Insuper quatuor Americi Vesputij navigationes. Christine
Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 298. Frauke Gewecke, Wie
die neue Welt in die alte kam, bls. 327, segir að safnritið hafi einungis komið tvisvar
sinnum út á þessum stað.
71 Luciano Formisano, „introducción“, bls. 17.
72 Christine Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 283–284.
73 Hans Hanszon Skønning, Geographia Historica Orientalis, bls. 771.
ERLA ERLENDSDÓTTiR