Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 124

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 124
124 útgáfu bréfsins en það var um seinan; fyrsta latneska útgáfan hafði þegar komið út í Basel, París og Antwerpen sama ár og eftir þessari gerð var þýtt, meðal annars á þýsku. Þetta hafði í för með sér að í flestum afritum og uppskriftum af bréfinu er Ísabellu hvergi getið. Þýðingar bréfsins á þjóðtungur ýmissa landa hlutu ekki mikla útbreiðslu en það gerði aftur á móti latneska þýðingin, einkum meðal lærðra manna. Í lok 15. aldar var hún gefin út hátt í tíu sinnum: Í Róm kom hún þrisv- ar sinnum út árið 1493 og á árunum 1493 og 1494 sex sinnum í París, Basel og Anwerpen.20 Við þetta má bæta að bréf Kólumbusar er að finna í ýmsum safnritum með ferðasögum sem var safnað saman á bók og marg- endurútgefin víða í Evrópu. Fyrsti textinn um landafundina í Vesturheimi sem birtist í þýskum mál- heimi var þýðing á bréfi Kólumbusar til Gabríels Sánchez þar sem hann segir frá fyrstu Ameríkuför sinni og var það þýtt úr latínu.21 Þýðingin var gefin út í Strassborg (nú í Frakklandi) árið 1497. Í kjölfarið fylgdu þýð- ingar á önnur tungumál í Evrópu, til að mynda ítölsku, frönsku, hollensku og ensku. Af grein sem Þórhallur Þorgilsson skrifaði árið 1951 og birtist í Revista Universitaria í Salamanca22 má skilja að Kólumbusarbréfið svonefnda sé til í íslenskri þýðingu. Hann fer hins vegar ekki nánar út í þá sálma í greininni sem hann ritaði eftir minni, eins og hann víkur að í lok hennar, vegna þess að hann hafði ekki aðgang að heimildum sínum, þá staddur suður á Spáni.23 Í grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 194224 vitnar hann aftur á móti í handrit eitt í handritasafni Landsbókasafnsins sem hefur að geyma svonefndan Kólumbusarþátt, „Þáttur af Colombo um hans landa uppleitan og ókunnar siglingar“, skrifaður 1660 eða 1680. Nú má vera að Þórhallur hafi talið þáttinn um Kólumbus vera íslenska þýðingu á hinu svokallaða Kólumbusarbréfi eða byggja á því að miklu, jafnvel öllu leyti. Þátturinn er í megindráttum endursögn á þessu bréfi Kólumbusar en ýmsu hefur verið 20 Frauke Gewecke, Wie die neue Welt in die alte kam, bls. 45–46; Henry Harrisse, Lettre de Christophe Colomb, bls. 7. 21 Henry Harrisse, Lettre de Christophe Colomb, bls. 8–9. 22 Þórhallur Þorgilsson, „Ecos españoles en islandia“ í Revista Universitaria, Sala- manca, 1951, bls. 15–16. 23 Grein Þórhalls fjallar um íslenskar þýðingar á spænskum bókmenntaverkum og ýmsum textum. 24 Þórhallur Þorgilsson, „Þegar Kólumbus fann Ameríku“, Lesbók Morgunblaðsins, 35/1942, bls. 321–323 og 36/1942, bls. 332–336, hér 36/1942, bls. 332. ERLA ERLENDSDÓTTiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.