Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 64
64
umdæmi sem áður voru varin af íðorðanefndum sem bjuggu til nýyrði
um alla skapaða hluti í anda Einars Benediktssonar og ekki síður Jónasar
Hallgrímssonar, en Jónas gaf okkur orð eins og aðdráttarafl, fjaðurmagn
aður, hitabelti, miðflóttaafl, rafurmagn, sjónarhorn og sjónauki svo nokkur séu
nefnd.
Enska er í raun orðið annað opinbert mál við háskólana og er yfirleitt
tekið fram í reglum að nemendur geti skilað lokaverkefnum á ensku eða
íslensku. Alvarlegra mál er að vinnumatskerfi opinberra háskóla virðist að
miklu leyti hvetja til birtinga á fræðilegum niðurstöðum á öðru tungumáli
en íslensku, en þar virðist vega einna þyngst í mati birtingavettvangurinn,
þ.e. enskumælandi tímarit og útgefendur eru þeir sem máli skipta.43
Málstefna ESB snýr hins vegar engan veginn einungis að hinum
lýðræðislega þætti og mannréttindum þegnanna, þótt þau séu vissulega
grundvallaratriði. Hún nær langt út fyrir stofnanaramma ESB í verkefnum
sem styrkt eru eða studd bæði fjárhagslega og móralskt. Íslendingar hafa
til dæmis árum saman notið drjúgra styrkja í gegnum Culture 2000-verk-
efnið og fjöldinn allur af þýddum bókum, sem fengur er í fyrir íslenska
menningu, hefur verið styrktur af þeirri áætlun. Fjöldi merkra skáld- og
fræðiverka hefur komið út síðasta áratuginn með þessum styrkjum, má
þar nefna þýðingaritröð Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands þar
sem komið hafa út 15 mikilvæg fræðirit þ. á m. ofangreint Um kveðskap
á þjóðtungu eftir Dante, en eftir rúm 700 ár birtist það loks á íslensku. Af
úthlutunum á undanförnum áratug má sjá að allmörg íslensk verk hafa
einnig verið studd til þýðingar yfir á erlend mál.44
Málstefna Evrópusambandsins hefur einnig þróast umtalsvert undan-
farin ár og helgast það af öflugum pólitískum stuðningi við fjöltyngi í álf-
unni. Framkvæmdastjórn og Evrópuþingið hafa ítrekað ályktað um mikil-
vægi tungumála, tungumálakennslu og fjöltyngi þegnanna.45 Rannsóknir
hafa sýnt fram á að það er ekki einungis menningarlega mikilvægt að
kunna erlend tungumál heldur styður kunnátta þegnanna í þeim við við-
43 Sjá: http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/visindasvid/skerfi_opinberra_h__sk__
la_30__desember_2009.pdf [sótt 12.8.2011].
44 Íslendingar sóttu mikið í þessa styrki á milli 2000–2006, en hafa lítt verið virkir
síðan að því er virðist, sjá: http://ec.europa.eu/culture/archive/culture2000/pdf/
projets2002/translation.pdf [sótt 16.8.2011].
45 yfirlit um þessar ályktanir má finna á þessari síðu: http://ec.europa.eu/education/
languages/eu-language-policy/index_en.htm [sótt 12.8.2011].
GAUTi KRiSTMANNSSON