Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 200
200
mætti halda því fram að hann deili henni með öðrum. Freudísk sálgreining
leggur megináherslu á mikilvægi hugsanamynsturs sem lærist í bernsku
og varðar það hvernig maður upplifir heiminn allt sitt líf. „Minningarnar
virðast tengjast við okkar ég, ákvarða eðli hans: þær birtast okkur ekki sem
ástand sem er aðskilið frá okkur, þær tilheyra lífi okkar, renna saman við
okkur sjálf.“ 63
Allt sitt líf hefur rithöfundurinn verið merktur lyginni og baráttu móður
sinnar við að viðhalda fáguðu yfirborði. Í tengslum sínum við Sophie snýst
málið enn um að viðhalda yfirborðinu. Sú staðreynd að hún er falleg og
umhyggjusöm og gáfuð nægir ekki til að gleyma því að hún er óbreyttur
starfsmaður í skólabókaútgáfu:
Við kvöldverðarborðið kemur að því að einhver spyr Sophie við
hvað hún starfi. Þá verður hún að svara því til að hún vinni í bóka-
útgáfu sem sérhæfi sig í kennslubókum. Ég held að það sé erfitt fyrir
hana að segja frá þessu, og reyndar kynni ég betur við að hún gæti
sagt: Ég er ljósmyndari, hljóðfærasmiður, arkitekt, það þyrfti ekki
endilega að vera vinsæl starfsgrein eða merkileg, heldur starf sem
maður hefur valið sér, starfsgrein sem maður vinnur við vegna þess
að manni finnst hún skemmtileg. Að segja að maður vinni við gerð
skólabóka eða við kassann í Tryggingastofnun, það er að segja: Ég
valdi þetta ekki, ég vinn til að eiga í mig og á; ég verð að gera það.
Þetta á almennt við um yfirgnæfandi meirihluta fólks en gestirnir í
kringum matarborðið hafa engar áhyggjur af slíku og því lengur sem
samræðurnar halda áfram, því meira finnur hún fyrir útilokun. Hún
verður hortug, beisk. Og fyrir mér, sem bind mig svo sterkt við álit
hinna, er eins og hún skreppi saman og missi allan þokka sinn.64
Sophie uppfyllir ekki inngönguskilyrðin í þennan hóp franskra menn-
ingarvita sem snobbið er að gera út af við. Af þessum ástæðum ímyndar
Emmanuel sér að hinum þyki lítið til hennar koma og að það minnki um
leið vægi hans. Hann lætur álit annarra stjórna lífi sínu og geldur svo fyrir
það. Stundum langar hann að trúa því, og reynir að sannfæra Sophie um
það sama, að þetta skipti engu og að það sé hún sem ekki kunni að komast
yfir sínar sálarflækjur og að henni sé frjálst að breyta sér. En hann lætur
ekki blekkjast lengi:
63 Ferdinand Alquié, Le désir d’éternité, París: P.U.F., 1943, bls. 30.
64 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 70.
NATHALiE TRESCH