Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 39
39
við sína sveit eða hérað og töldu sig eiga litla samleið með sambærilegum
stéttum í öðrum héruðum konungsríkjanna.38
Niðurstaðan er sú að gömlu þjóðartáknin sameina Evrópuþjóðir ekki
lengur innbyrðis á sama hátt og þau þóttu gera áður fyrr, heldur ýta þau
fremur undir sundrungu og mismunun á meðal borgaranna. Ein ástæðan
er sívaxandi flutningur fólks á milli landa, sem er að hluta til afleiðing
fyrrnefndrar „hnaðvæðingar“ – það er að segja fólk leitar frá örbirgð í
fátækari hlutum heimsins til allsnægta í hinum ríkari. Þörfin fyrir ódýrt
vinnuafl í iðnríkjum Vesturlanda liggur ekki síður hér til grundvallar,
því að þótt ýmsir amist við innflytjendum þá vinna þeir störf sem annars
yrðu ekki unnin, við kjör sem verkafólk Vesturlanda lætur ekki bjóða sér. Í
hnattvæddum heimi eru því sumir „túristar“ (e. tourists) á meðan aðrir eru
„flakkarar“ (e. vagabonds), svo við grípum til orðfæris bresk-pólska félags-
fræðingsins Zygmunts Baumans; hinir fyrri ferðast vegna þess að þeir vilja
það á meðan hinir síðarnefndu eru á faraldsfæti vegna þess að þeir eiga
engra annarra kosta völ.39 Hóparnir tveir tengjast þó á þann hátt að túr-
istarnir kosta ferðalög sín með flakki flakkaranna, á meðan flökkur unum
finnst sér betur borgið sem láglaunafólki í iðnríkjum Vesturlanda en sem
íbúum í sínum upprunalöndum. Af þessum sökum eru öll þjóðríki Evrópu,
jafnvel hið íslenska, orðin einhvers konar fjölmenningarsamfélög, þar sem
blandast saman fólk (eða býr í það minnsta í nágrenni við hvert annað)
af ólíkum uppruna, sem talar mismunandi tungumál og játar ólíka trú.
Engan veginn er ljóst hvernig þessi deigla verður löguð að hefðbundnum
skilgreiningum á „Íslendingnum“, „Dananum“ eða „Þjóðverjanum“, en
að minnsta kosti hafa tilvísanir í uppruna og eðli þjóða allt aðra merkingu
nú en þær höfðu þegar menn lifðu í þeirri vissu að minningar um sameig-
inlega fortíð tengdu alla meðlimi þjóðarinnar tryggum fjölskylduböndum.
Viðbrögð Evrópubúa við ögrun hnattvæðingar hafa birst með ýmsum
hætti á undanförnum árum. Sem betur fer brjótast þau sjaldnast út í voða-
verkum á borð við þau sem áttu sér stað í Ósló og á útey í Noregi hinn 22.
júlí 2011, en hugmyndir um „hreina“ fortíð, þegar þjóðin var „óspillt“ og
fullveldið óskorað og óskipt, lifa þó enn góðu lífi um álfuna alla. Þannig
er hægt að rekja vaxandi fylgi nýfasískra flokka í Evrópu beint til ótta
manna við félagslegar og efnahagslegar breytingar „síðnútímans“, en þeir
boða flestir einhvers konar „þjóðernishreinsanir“, þar sem innflytjendum
38 Ernest Gellner, Nations and Nationalism, Íþöku: Cornell UP, 1983, bls. 8–18.
39 Zygmunt Bauman, Globalization, bls. 77–102.
EVRÓPUSAMRUNiNN OG ÞJÓÐRÍKiN