Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 74
74
Hans Christian Andersen fæddist í borginni Óðinsvéum á Fjóni 2. apríl
1805. Faðir hans, sem var skósmiður, dó þegar drengurinn var ellefu ára
gamall. Móðir Andersens giftist tveimur árum síðar öðrum skósmið en sá
lést einnig eftir stutt hjónaband, árið 1822. Fjórtán ára hélt Andersen til
Kaupmannahafnar með það fyrir augum að verða leikari. Hann hafði ágæta
söngrödd og sótti tíma í söng og dansi en það nám varð fremur endasleppt.
Á þessu tímabili eignaðist Andersen nokkra velgjörðamenn en þeirra mikil-
vægastur var Jonas Collin sem kostaði drenginn meðal annars til mennta-
skólanáms í Slagelse og á Helsingjaeyri. Á þriðja áratugnum fór Andersen
að fást við skriftir en fyrstu verkin undir hans nafni komu út árið 1829.
Þetta voru ferðalýsing og ljóð sem komu út í Kaupmannahöfn og leikrit er
sýnt var í Konunglega leikhúsinu við dræmar undirtektir. Það var ekki fyrr
en 1835 að Andersen vakti verulega athygli sem rithöfundur fyrir skáld-
söguna Improvisatoren (Af fingrum fram). Sama ár og næstu tvö ár á eftir
sendi hann frá sér fyrstu söfnin með ævintýrum sínum en þau höfðu meðal
annars að geyma „Fyrtøiet“ („Eldfærin“), „Lille Claus og store Claus“
(„Litla-Kláus og Stóra-Kláus“), „Prindsessen paa Ærten“ („Prinsessuna á
bauninni“), „Den lille Havfrue“ („Litlu hafmeyjuna“) og „Keiserens nye
Klæder“ („Nýju fötin keisarans“). Þessum verkum var misjafnlega tekið í
fyrstu en þegar fram liðu stundir áttu þau eftir að bera hróður hans um víða
veröld. Andersen var áfram umdeildur meðal gagnrýnenda í Danmörku en
honum var sýndur margháttaður sómi af hálfu hins opinbera. Hann var
meðal annars gerður að heiðursborgara í fæðingarborg sinni og sæmdur
æðstu orðum danska ríkisins. Það segir líka sína sögu að eftir andlát hans,
4. ágúst 1875, var útförin gerð frá Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn að
viðstöddum Danakonungi og fjölskyldu hans. Þarna voru líka æðstu emb-
ættismenn ríkisins, ráðherrar og þingmenn, erlendir gestir, borgarstjóri
Kaupmannahafnar og fulltrúar stærstu bæja Danmerkur, auk helstu skálda
og listamanna landsins.12
Ólíkt Prešeren var Andersen ekki fulltrúi róttækra þjóðfrelsishug-
mynda nítjándu aldarinnar. Á meðan ímynd slóvenska skáldsins samræmist
vel hinni uppreisnargjörnu byronsku hetju á jaðri samfélagsins er ímynd
Andersens brothættari, bæði vegna þess að hann varð á fullorðinsárum
aufúsugestur í herragörðum og höllum hástéttarinnar og ekki síður vegna
„kvenlegra“ einkenna hans.13 Hann hafði takmörkuð afskipti af pólitík
12 Sjá Jens Andersen, Andersen. En biografi, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 2003, bls.
395–400.
13 Danski bókmenntafræðingurinn Dag Heede bendir á að miklu „ævisögulegu, per-
JÓN KARL HELGASON