Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 140
140
nafn Hans Hansen Skonning. Samanburður staðfestir að hér er á ferðinni
einn og sami textinn.
Bréf og frásagnir Hernáns Cortés
Einn þekktasti landvinningamaður Spánar, Hernán Cortés (?–1547), lagði
ríki Asteka undir spænsku krúnuna á þriðja áratug 16. aldar. Cortés fæddist
og ólst upp í Extremadura-héraði á Suður-Spáni. Á fimmtánda aldurs-
ári var hann sendur í nám til Salamanca en ekki ber mönnum saman um
hversu vel til tókst.80 Árið 1504 slóst hann í för með Nicolás de Ovando til
Santo Domingo í Karíbahafi þar sem hann bjó og starfaði næstu sex ár en
1511 tók hann þátt í landvinningum á Kúbu. Þaðan fór hann 1519 ásamt
fríðu föruneyti til meginlands Ameríku, kannaði þar lönd og lagði undir
spænsku krúnuna. Nefndi hann þessi nýfundnu svæði Nýja Spán sem síðar
fékk heitið Mexíkó.81
Á árunum 1519 til 1526 skrifaði Cortés fimm bréf eða skýrslur til Karls
i. Spánarkonungs og Jóhönnu móður hans. Bréfin eru í raun stuttar frá-
sagnir af för Spánverja og landvinningum þeirra í Mexíkó en voru fyrst og
fremst skrifuð með það í huga að verja gjörðir hans í Nýja heiminum. Má
segja að þau séu nokkurs konar málsvörn hans en hann hafði fallið í ónáð
hjá spænsku krúnunni. Þrjú bréfanna voru prentuð og gefin út í Sevilla og
Toledo á árunum 1522 til 1525.
Í fyrsta bréfinu, sem kallast Veracruz-bréfið og er dagsett 20. júlí 1519,
segir frá tveimur könnunarferðum sem voru farnar áður en Cortés lagði
upp í sinn eigin leiðangur. Þar segir einnig frá undirbúningi landkönnunar
Cortésar og ýmsu sem bar til meðan á förinni stóð. Þetta bréf kom ekki í
leitirnar fyrr en á 19. öld og var þá fyrst gefið út.
Í öðru bréfi sínu til konungs, sem var skrifað 30. október 1520 en gefið
út í Sevilla 1522, rekur Cortés yfirferð sína og manna sinna í Mið-Mexíkó
og komuna til Tenochtitlán, hinnar miklu borgar Asteka. Lýsir hann borg-
inni, íbúum hennar og siðum en gerir einnig grein fyrir uppreisn inn-
fæddra og því hvernig þeim tókst að reka Spánverja af höndum sér.
80 Hernán Cortés, Cartas de relación, ritstj. Ángel Delgado Gómez, Madríd: Editorial
Castalia, 1993; Ángel Delgado Gómez, „introducción“, Hernán Cortés, Cartas de
relación, ritstj. Ángel Delgado Gómez, Madríd: Editorial Castalia, 1993, bls. 9–12;
Francisco López de Gómara, La conquista de México, Madríd: Dastin, 2000.
81 Hernán Cortés, Cartas de relación, bls. 13–16. Francisco López de Gómara, La
conquista de México.
ERLA ERLENDSDÓTTiR