Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 55
55
Þessum breytingum má í grófum dráttum skipta í tvennt: Í fyrsta lagi
löguðust konungsríkin smám saman að málsvæði sínu og í öðru lagi lög-
uðu ríkin stundum landsvæði sín að ríkjandi máli sínu eins og gerðist t.d. í
Frakklandi og Bretlandi.18 Þessu fylgdi oft ofangreind stöðlun einnar mál-
lýsku sem varð ríkjandi. En hvernig sem það gerðist og þrátt fyrir nokkrar
undantekningar eins og til dæmis Belgíu, Sviss og önnur fleirtyngd ríki, þá
varð það almenna reglan að ríkið og þjóðtungan fylgdust nokkurn veginn
að þótt ekki sé það einhlítt.
Sama gilti um heimsveldin sem lögðu undir sig nýlendurnar; þau fluttu
með sér sín tungumál. Spænski málfræðingurinn Antonio Nebrija orðaði
það strax árið 1492 svo að „tungumálið var ávallt samferðamaður heims-
veldisins“ og tengdi það þá þegar valdi þess, enda hefur til dæmis verið sýnt
fram á það að tungumálið og mælskutækni þess getur unnið jafn mikilvæga
sigra og blóð og járn.19 Otto von Bismarck, fyrsti kanslari Þýskalands,
spáði því undir lok 19. aldar að markverðasti atburður tuttugustu aldar
væri sá að Norður-Ameríkubúar töluðu ensku og er nokkuð til í því.20
Sagan hefur sýnt að vald herratungunnar nýju yfir frumbyggjum
nýlendnanna er mikilvægt kúgunartæki, bæði í Norður- og Suður-Ameríku,
að ekki sé minnst á Afríku og indland. Eins og Nebrija gerði sér grein fyrir
þegar á 15. öld hafa nýlenduherrarnir með henni fullkomið túlkunarvald
yfir „villimönnunum“ sem ekki geta tjáð sig á máli þeirra sem hernaðarlega
yfirburði hafa; þeim er þá lýst sem barbörum, enda er upprunaleg merking
þess orðs frá Forn-Grikkjum „sá sem talar aðra tungu“.21
Nýlegri og nærtækari dæmi geta einnig hjálpað, það má til dæmis hug-
leiða hver hafði vald tungunnar í samningaviðræðum Íslendinga á ensku
við lögmenn Breta í icesave-samningunum. Þegar menn áttuðu sig svo
á því að við ramman reip væri að draga réðu þeir bandarískan lögmann
með ensku að móðurmáli til að vinna fyrir sig, mann sem hefur yfir þeirri
mælskutækni að ráða sem þarf til að geta samið við lögmennina bresku.
18 Sjá Ostler, Empire of the Word, bls. 404–410.
19 Lesa má um hugmyndir Nebrijas á íslensku í greininni „inngangur að málfræði
kastilískrar tungu“, þýð. Anna Sigríður Sigurðardóttir, Jón á Bægisá 14/2010, bls.
30–38.
20 Sjá t.d. greinina „Will the internet always speak English?“ eftir Geoffrey Nurnberg:
http://prospect.org/article/will-internet-always-speak-english [sótt 31.10.2011].
Einnig Ostler, Empire of the Word, bls. 505.
21 Eric Cheyfitz fjallar ýtarlega um samband tungumáls og nýlenduvalds í bók sinni
The Poetics of Imperialism: Translation and Colonization from The Tempest to Tarzan,
New york: Oxford University Press, 1991.
MÓÐURMÁLSHREyFiNGiN OG MÁLSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSiNS