Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 100
100
hlýnun jarðar af manna völdum (e. global warming) orðið æ meira áberandi
innan guðfræðilegrar orðræðu.3
Samtíma femínískir vistguðfræðingar, sem grein þessi beinir sjónum
að, tengja spurningar um guðshugmyndir fólks gjarna ógnvænlegri þróun í
loftslags- og umhverfismálum jarðar. Oft og tíðum birtist eindregin afstaða
þess eðlis að umhverfis- og loftslagsvandamál líðandi stundar séu guð-
fræðileg vandamál sem eigi rætur meðal annars í hugmyndum mannsins
um sjálfan sig og Guð.4 Fölsk sjálfsmynd og falskur guðsskilningur hefur
að margra mati átt þátt í að skaða og eyðileggja jörðina og lífríkið allt. Til
að snúa við hinni ógnvænlegu þróun sem birtist meðal annars í hækkandi
hitastigi jarðar má finna það viðhorf að mannkyn allt þurfi að gangast
undir róttæka endurskoðun á bæði sjálfsskilningi og guðsskilningi sínum.
Gerist það sé von til þess að takast megi að víkja af hinni hættulegu braut
sem mannkynið sé nú statt á.5
Ofangreind skoðun er ekki beinlínis ný af nálinni heldur hefur hún all-
lengi átt sér formælendur meðal guðfræðinga og siðfræðinga sem skrifa
innan kristinnar hefðar. Þar er fyrst til að taka að fjölmargir guðfræð-
ingar á síðari tímum hafa bent á að klassísk guðsmynd kristindómsins
sé úrelt, óháð loftlagsbreytingum.6 Þannig gagnrýnir til dæmis norski
3 Umfjöllun greinarinnar er að mestu einskorðuð við vestræna orðræðu þar sem
kastljósinu er sérstaklega beint að femínískri framsetningu. Ég vil hér nefna nokkur
mikilvæg rit sem lagt hafa grunninn að orðræðu femínískrar vistguðfræði: Vandana
Shiva, Staying Alive, London: Zed Books, 1989; Anna Primavesi, From Apocalypse
to Genesis. Ecology, Feminism and Christianity, Tunbridge Wells: Burns & Oates,
1991; Anna Primavesi, Sacred Gaia, London/New york: Routledge, 2000; Ecological
Feminism, ritstj. Karen Warren, London/New york: Routledge, 1994; Catherine
Keller, Apocalypse Now and Then. A Feminist Guide to the End of the World, Boston:
Beacon Press, 1996; ivone Gebara, Longing for Running Water. Ecofeminism and
Liberation, Minneapolis, Minn: Fortress,1999. Að lokum má benda á grein dr.
Sigríðar Guðmarsdóttur um femínisma og vistfræði, „Þrúgur reiðinnar og nauðgun
náttúrunnar: Apókalýptískar andargiftir, konur og bókmenntir“, sem birtist í Ritröð
Guðfræðistofnunar 1/2009. Þar er komið inn á mörg sams konar stef og reifuð eru
í þessari grein og vísað til fjölda rita.
4 Margir femínískir guðfræðingar taka þar með undir staðhæfingar Lynns White
frá 1967 um að umhverfisvá samtímans eigi sér rætur í kristinni trúarafstöðu til
náttúrunnar. Nánar verður vikið að þessari staðhæfingu Whites í næsta kafla grein-
arinnar.
5 Staðhæfingar af þessu tagi má finna víða í femínískri, vistfræðilegri guðfræðiorð-
ræðu en ekki síst birtist hún í síðustu bók þess vistguðfræðings sem greinin beinir
sjónum að: Sallie McFague, A New Climate for Theology. God, the World and Global
Warming, Minneapolis, Minn: Fortress Press, 2008.
6 The Image of God. Gender Models in JudaeoChristian Tradition, ritstj. Kari E.
SólveiG AnnA BóASdóttiR