Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 41
41
óvild í garð Evrópusambandsins sem skoðanir þessara hópa renna saman í
eitt, því að það ógnar sameiginlegri heimssýn þeirra.
Evrópskt stórríki?
Þeirri skoðun heyrist oft fleygt að ríkjabandalag á borð við Evrópusambandið
sé skynsamlegasta svar Evrópuþjóða við þeim vanda sem fylgir hnattvæð-
ingu nútímans og ægivaldi Bandaríkjanna í alþjóðasamskiptum eftir lok
kalda stríðsins.45 „Það er engin þjóðleg leið til út úr alþjóðlegri gildru,“
skrifar Ulrich Beck um hnattvæðinguna; einungis með lýðræðislegu
Evrópusambandi er hægt að mynda jafnvægi í alþjóðastjórnmálum, segir
hann, og koma þannig nauðsynlegum böndum á umhverfisvandann, draga
úr vaxandi misskiptingu í heiminum og binda enda á ójafnvægi í alþjóða-
viðskiptum.46 Sameiginlegt álit þess ara manna er að títtnefndur lýðræðis-
halli í Evrópusam bandinu verði ekki réttur af með því að hverfa aftur til
lýðræðis þjóðríkjanna, heldur telja þeir nauðsynlegt að auka lýðræðið í
Evrópusambandinu sjálfu, þar sem lýðræðislega kjörnar stofnanir á borð
við Evrópuþingið fái aukið vægi og vald, evrópskir stjórnmála flokkar og
verkalýðsfélög vinni saman þvert á landamæri og sameiginleg stjórnarskrá
Evrópu tryggi réttindi borgaranna, án tillits til þjóðernis eða uppruna.47
Mörgum finnst slíkar hugmyndir heldur draum órakenndar og fátt
bendir reyndar til þess að þjóðríkið sé á undanhaldi í heiminum.48 Ástæðan
er að hluta til sú, eins og þýski félagsfræðingurinn Norbert Elias benti á
fyrir allnokkru, að sá félagslegi þankagangur (fr. habitus social) sem þjóð-
ríkin styðjast við er of rótgróinn í hugum fólks til að hægt sé að útrýma
honum „með málamiðlunum, með meðvituðum aðgerðum, eða með því
45 Sbr. Herfried Münkler, Empires. The Logic of World Domination from Ancient Rome
to the United States, Cambridge: Polity Press, 2007, bls. 161–167.
46 Ulrich Beck, What is Globalization?, bls. 159.
47 Sbr. Jürgen Habermas, The Inclusion of Others, Cambridge, Mass.: Harvard UP,
1998, bls. 105–161 og Pierre Bourdieu, Acts of Resistance. Against the Tyranny of
the Market, New york: The New Press, 1998, bls. 60–69; sjá einnig Guðmundur
Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið – upphaf og endimörk, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag og Reykjavíkurakademían, 2001, bls. 219–251.
48 Á þetta hafa margir fræðimenn bent, sbr. Manuel Castells, The Information Age:
Economy, Society and Culture, 2. bindi. The Power of Identity, Oxford: Blackwell, 1997,
bls. 27–32; Craig Calhoun, Nations Matter. Culture, History, and the Cosmopolitan
Dream, London: Routledge, 2007; sjá einnig Robert O. Keohane, „Global Govern-
ance and Accountability“, Taming Globalization. Frontiers of Governance, ritstj. D.
Held og M. Koenig-Archibugi, Cambridge: Polity Press, 2003, bls. 130–159.
EVRÓPUSAMRUNiNN OG ÞJÓÐRÍKiN