Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 182
182
Í Un roman russe virðist í fyrstu sem söguhetjurnar séu bæjarbúar í
afskekktum bæ, sem ber nafnið Kotelnitch, djúpt í myrkviðum Rússlands.
inn á þetta sögusvið hefur ratað kvikmyndagerðarmaður í fótspor Ungverja
sem hvarf í stríðinu, sautján ára gamall. Ungverjinn var tekinn fanga hand-
an landamæranna, Þýskalandsmegin, og færður yfir þau. Hann sat svo
innilokaður á geðsjúkrahúsi í fjörutíu og sex ár án þess að geta tjáð sig.
Þegar hann svo loksins finnst framselja ungversk stjórnvöld hann og færa
hann til síns heima. En hetjur sögunnar falla brátt í skuggann af raun-
verulegri hetju heimildarmyndarinnar og skáldsögunnar, en þar er um
að ræða Emmanuel Carrère sjálfan. Honum verður ljóst að áhugi hans á
sögunni er tilkominn vegna endurkomu Ungverjans. „Hann kom frá stað
sem nefnist Kotelnitch, staðarins sem ég fór til og sem ég þykist vita að ég
verði að heimsækja aftur. Því að í mínum augum er Kotelnitch sá staður
sem maður dvelur á þegar maður hverfur.“7 Það er engu líkara en frásögn-
in sé bergmál af sögu höfundar.
Emmanuel Carrère er franskur rithöfundur, leikskáld og kvikmynda-
gerðarmaður, fæddur 9. desember 1957, í París. Hann útskrifaðist frá l’insti-
tute d’études politiques [Stjórnmálafræðistofnun Frakklands]. Fjölskylda
hans er þekkt í Frakklandi en hann er sonur fræðikonunnar Hélène
Carrère d’Encausse, sérfræðings í málefnum Sovétríkjanna en systir hans
er sjónvarpsleikstjórinn Marina Carrère d’Encausse. Sambýliskona hans er
blaðakonan Hélène Devynck.8 Í sjálfsmyndinni eru þó einnig dekkri hliðar
sem tengjast því að hann er barnabarn innflytjanda frá Georgíu sem hvarf
sporlaust þegar París var frelsuð undan hernámi Þjóðverja.
Sögupersónurnar í Un roman russe eru í sjálfu sér ekkert óvenjulegar.
Samsemd þeirra er opinber, hlutlæg og verður ekki borin sökum. Það er
hins vegar augljóst hversu lítilfjörleg hún er miðað við djúpstæða og við-
kvæma sjálfsmynd hvers og eins, sem er huglæg, óttaslegin vegna hugs-
anlegs missis, viðkvæm fyrir niðurbroti, eða afneitun.
Emmanuel Carrère eða fjölskylduleyndarmálið
Það gerist ósjaldan í verkum Emmanuels Carrère að fortíðin hafi áhrif á
nútíðina og stundum hleypir hún framtíðinni í uppnám. Við lestur á Un
roman russe fær maður á tilfinninguna að líf rithöfundarins hefði orðið
7 Emmanuel Carrère, Un roman russe, bls. 63.
8 Finna má ævisögulegar upplýsingar um Emmanuel Carrère á eftirfarandi vefslóð:
wikipedia.org/wiki/Emmanuel-Carrère [sótt 19. sept. 2009].
NATHALiE TRESCH